Höfðar mál eftir að hafa verið ranglega vistaður á geðdeild í tæp þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 10:42 Joshua Spriestersbach er nú fimmtíu ára gamall. Hann var handtekinn á Havaí árið 2017 og var í tvö ár og átta mánuði á geðdeild því lögregluþjónar fóru mannavilt. EPA/AP Joshua Spriestersbach, var handtekinn fyrir mistök á Honolúlú árið 2017 og vistaður á geðdeild í nærri því þrjú ár, því lögreglan fór mannavillt. Hann hefur nú höfðað mál gegn yfirvöldum á Havaí-eyjum, lögregluþjónum, lögmönnum og læknum sem að máli hans komu. Lögmenn Spriestersbachs segjast vilja að breytingar verði gerðar svo gengið verði úr skugga um enginn annar lendi í því sama og skjólstæðingur þeirra. Þá vilja þær fá bætur sem ákveðnar verði fyrir dómi. Spriestersbach var handtekinn þar sem hann sofnaði á gangstétt í röð við athvarf fyrir heimilislausa á Honolúlú. Hann hélt að verið væri að handtaka sig fyrir að sofa á gangstéttinni en lögregluþjónninn sem handtók hann taldi hann vera eftirlýstan mann sem héti Thomas Castleberry. Látinn neyta mikilla lyfja Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Þetta var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og gat sýnt að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry var í dómsal. Sjá einnig: Vistaður í tæp þrjú ár á geðdeild eftir að lögreglan fór mannavillt Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Reyndu að hylma yfir málið Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016. Búist er að hann verði látinn laus á næsta ári. Spriestersbach og bandamenn hans í Hawaii Innocence Project halda því fram að þegar mistökin urðu ljós hafi þeir sem að málinu komið haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir vistun hans. Honum var sleppt í laumi og voru engin gögn til um vistun hans. Höfðu áður staðfest að hann væri ekki Castleberry AP fréttaveitan segir að lögsókn Spriestersbachs hafi varpað frekari ljósi á mál hans. Sérstaklega það að þegar hann var handtekinn árið 2011, fyrir að sofa á stigagangi skóla á Honolúlú, sagðist Spristersbach heita Castleberry en það var eftirnafn afa hans. Lögregluþjónar fengu þá upp meldingu um Thomas Castleberry sem hafði verið eftirlýstur frá 2009. Þeir áttuðu sig þó á því að Spriestersbach væri ekki Thomas Castleberry. Þegar hann var handtekinn aftur árið 2015, gaf Spriestersbach upp rétt nafn sitt en í kerfi lögreglunnar var skráð að hann gengi einnig undir nafninu Thomas Castleberry. Þá var hann handtekinn vegna ákærunnar frá 2009. Castleberry hafði verið eftirlýstur fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2006. Í lögsókn Spriestersbachs segir að lögregluþjónar hafi bæði tekið fingraför Spriestersbachs og tekið myndir af honum en enginn hafi borið það saman við fingraför eða mynd af Castleberry. Vilja breytingar Lögmenn Spriestersbachs segja lögregluþjóna, verjendur hans sem skipaðir voru af ríkinu og lækna hafa haft aðgang að upplýsingum sem hefðu auðveldlega getað sannað að hann væri að segja satt. Að hann væri ekki Thomas Castleberry. „Fyrir janúar 2020 reyndi ekki ein manneskja að kanna skoða þær upplýsingar sem fyrir lágu til að kanna hvort Joshua væri að segja satt. Að hann væri ekki Castleberry,“ segir í lögsókninni. „Þess í stað ákváðu þeir að Joshua væri með ranghugmyndir og óhæfur því hann neitað að viðurkenna að hann væri Castleberry og gekkst ekki við glæpum hans.“ Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Lögmenn Spriestersbachs segjast vilja að breytingar verði gerðar svo gengið verði úr skugga um enginn annar lendi í því sama og skjólstæðingur þeirra. Þá vilja þær fá bætur sem ákveðnar verði fyrir dómi. Spriestersbach var handtekinn þar sem hann sofnaði á gangstétt í röð við athvarf fyrir heimilislausa á Honolúlú. Hann hélt að verið væri að handtaka sig fyrir að sofa á gangstéttinni en lögregluþjónninn sem handtók hann taldi hann vera eftirlýstan mann sem héti Thomas Castleberry. Látinn neyta mikilla lyfja Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Þetta var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og gat sýnt að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry var í dómsal. Sjá einnig: Vistaður í tæp þrjú ár á geðdeild eftir að lögreglan fór mannavillt Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Reyndu að hylma yfir málið Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016. Búist er að hann verði látinn laus á næsta ári. Spriestersbach og bandamenn hans í Hawaii Innocence Project halda því fram að þegar mistökin urðu ljós hafi þeir sem að málinu komið haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir vistun hans. Honum var sleppt í laumi og voru engin gögn til um vistun hans. Höfðu áður staðfest að hann væri ekki Castleberry AP fréttaveitan segir að lögsókn Spriestersbachs hafi varpað frekari ljósi á mál hans. Sérstaklega það að þegar hann var handtekinn árið 2011, fyrir að sofa á stigagangi skóla á Honolúlú, sagðist Spristersbach heita Castleberry en það var eftirnafn afa hans. Lögregluþjónar fengu þá upp meldingu um Thomas Castleberry sem hafði verið eftirlýstur frá 2009. Þeir áttuðu sig þó á því að Spriestersbach væri ekki Thomas Castleberry. Þegar hann var handtekinn aftur árið 2015, gaf Spriestersbach upp rétt nafn sitt en í kerfi lögreglunnar var skráð að hann gengi einnig undir nafninu Thomas Castleberry. Þá var hann handtekinn vegna ákærunnar frá 2009. Castleberry hafði verið eftirlýstur fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2006. Í lögsókn Spriestersbachs segir að lögregluþjónar hafi bæði tekið fingraför Spriestersbachs og tekið myndir af honum en enginn hafi borið það saman við fingraför eða mynd af Castleberry. Vilja breytingar Lögmenn Spriestersbachs segja lögregluþjóna, verjendur hans sem skipaðir voru af ríkinu og lækna hafa haft aðgang að upplýsingum sem hefðu auðveldlega getað sannað að hann væri að segja satt. Að hann væri ekki Thomas Castleberry. „Fyrir janúar 2020 reyndi ekki ein manneskja að kanna skoða þær upplýsingar sem fyrir lágu til að kanna hvort Joshua væri að segja satt. Að hann væri ekki Castleberry,“ segir í lögsókninni. „Þess í stað ákváðu þeir að Joshua væri með ranghugmyndir og óhæfur því hann neitað að viðurkenna að hann væri Castleberry og gekkst ekki við glæpum hans.“
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira