Sigurjón við hestaheilsu: „Gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 15:01 Sigurjón Friðbjörn Björnsson getur haldið áfram að leiðbeina leikmönnum Stjörnunnar strax á morgun eftir að hafa jafnað sig fljótt af yfirliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það bara leið yfir mig. Læknarnir eru núna búnir að rannsaka mig í þaula og það er allt í standi,“ segir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta, sem endaði á sjúkrahúsi á föstudagskvöld eftir yfirlið. Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06