Sigurjón við hestaheilsu: „Gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 15:01 Sigurjón Friðbjörn Björnsson getur haldið áfram að leiðbeina leikmönnum Stjörnunnar strax á morgun eftir að hafa jafnað sig fljótt af yfirliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það bara leið yfir mig. Læknarnir eru núna búnir að rannsaka mig í þaula og það er allt í standi,“ segir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta, sem endaði á sjúkrahúsi á föstudagskvöld eftir yfirlið. Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06