Viðskiptablaðið greinir frá þessu og segir að íbúðin sé næst stærsta af lúxusíbúðunum við Austurhöfn. Hún er sögð fokheld að innan og fullbúin að utan en gert er ráð fyrir sex herbergjum og fjórum baðherbergjum í íbúðinni samkvæmt söluyfirliti.
Óljóst er hvað Kesara og Friðrik greiddu fyrir íbúð sína. Morgunblaðið greindi frá því fyrr á árinu að listaverð stærstu íbúðarinnar við Austurhöfn, sem er sautján fermetrum stærri, á sömu hæð og sömuleiðis fokheld, sé um hálfur milljarður króna.
Ísland í dag leit við í lúxusíbúð við Austurhöfn á síðasta ári. Ekkert var til sparað þegar kom að því að innrétta íbúðina.