Birkir Blær nálgast úrslitaþáttinn: „Nú er komið aðeins meira keppnisskap í mann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er kominn í fimm manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol. Idol „Ég bjóst alls ekki við því að komast svona langt,“ segir hinn 21 árs gamli Birkir Blær sem mun stíga á svið í fimm manna úrslitum sænsku söngvakeppninnar Idol á föstudaginn. Birkir hafði áður búið á Akureyri og var hann tiltölulega nýfluttur til Svíþjóðar þegar stjúpsystir hans hvatti hann til þess að skrá sig í Idolið. „Ég hef alveg oft horft á svona keppnir. Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, James Arthur, hóf sinn feril í X-Factor, þannig ég veit að svona keppnir hafa gert gott fyrir marga. Mig hafði samt aldrei dreymt nákvæmlega um þetta en ég hugsaði mér að þetta gæti verið gott tækifæri.“ Þó svo að það muni ekki koma almennilega í ljós fyrr en eftir keppnina hvaða dyr keppnin muni opna fyrir Birkir, segir hann þó að honum hafi strax boðist ákveðin tækifæri sem eigi eftir að koma betur í ljós. Óraunverulegt að vera stoppaður úti á götu Keppnin er gríðarlega stór í Svíþjóð og telur Birkir að um 1-1,5 milljónir horfi á hvern þátt. „Það búa bara um 10 milljónir manns hérna, þannig þetta er svolítið stór hluti sem horfir,“ segir Birkir sem segist vera farinn að finna fyrir athyglinni. „Maður er alveg stoppaður aðeins úti á götu og maður er beðinn um myndir og svona sem mér finnst rosalega óraunverulegt.“ Þó svo að keppnin sé aðeins sýnd í Svíþjóð, hafa Akureyringar gripið til sinna ráða. Stjúpfaðir Birkis hefur tekið upp á því að varpa þættinum upp á skjá á barnum Vamos þar sem Akureyringar koma saman og horfa á sinn mann. „Það er bara gott að finna fyrir stuðningnum og frábært að fólkið heima hafi áhuga á því sem maður er að bralla.“ Birkir flutti lagið Falla fritt ásamt tónlistarmanninum Peter Jöback í síðasta þætti. Syngur til foreldra sinna á föstudaginn Birkir segir að stressið sé vissulega farið að aukast nú þegar líður að lokaþættinum en á sama tíma hafi líka kviknað á keppnisskapinu. „Fyrst var maður svona tiltölulega slakur yfir þessu og hugsaði að þetta væri hvort sem er búið að vera geggjað tækifæri þó svo að ég myndi detta út. En núna þegar maður er farinn að sjá að það eru tvær og hálf vika í lokaþáttinn, þá langar manni alveg pínu að komast þangað.“ „Það er orðið svona aðeins raunverulegra að maður gæti raunverulega komist í lokaþáttinn.“ Í hverjum þætti er ákveðið þema og er ástin þema næsta þáttar. „Maður á sem sagt að finna lag sem maður tengir við einhver nákominn, eins og t.d. foreldra eða systkini og við eigum að syngja til þeirra. Lögin eru öll tileinkuð einhverjum ákveðnum.“ Sjálfur ætlar Birkir að flytja lagið Finally eftir James Arthur og ætlar hann að tileinka það foreldrum sínum. „Ég er mikill James Arthur aðdáandi en þetta er samt ekki endilega lag sem ég hef hlustað mikið á með foreldrum mínum, heldur finnst mér textinn hafa sérstaka tengingu við þau.“ Faðir Birkis og stjúpmamma verða í salnum að horfa en móðir hans og stjúpfaðir fylgjast með á Akureyri. Óhætt er að segja að Birkir Blær hafi sungið sig inn í hjörtu sænsku þjóðarinnar.Idol „Þetta er ekkert venjulegt gigg“ Fyrirkomulagið á föstudaginn verður ólíkt því sem hefur verið hingað til. Áður höfðu áhorfendur heila viku til þess að kjósa en á föstudaginn munu keppendur flytja lög sín og síðan verður kosið strax í kjölfarið. Á föstudaginn kemur því í ljós hvort Birkir haldi áfram í fjögurra manna úrslitin. En hann segir ferðalagið búið að vera ævintýralegt hingað til. „Ég hitti Ed Sheeran. Það var náttúrlega alveg sturlað. Svo er náttúrlega bara geggjað að fá að syngja á svona stóru og flottu sviði einu sinni í viku. Þetta er ekkert venjulegt gigg, þetta er svona gigg sem maður fær voða sjaldan en núna fæ ég þetta tækifæri einu sinni í viku.“ Hægt er að fylgjast með Idol-ævintýri Birkis á Instagram þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu. Þar setur hann einnig inn flutning kvöldsins eftir hvern þátt. Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Svíþjóð Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Birkir hafði áður búið á Akureyri og var hann tiltölulega nýfluttur til Svíþjóðar þegar stjúpsystir hans hvatti hann til þess að skrá sig í Idolið. „Ég hef alveg oft horft á svona keppnir. Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, James Arthur, hóf sinn feril í X-Factor, þannig ég veit að svona keppnir hafa gert gott fyrir marga. Mig hafði samt aldrei dreymt nákvæmlega um þetta en ég hugsaði mér að þetta gæti verið gott tækifæri.“ Þó svo að það muni ekki koma almennilega í ljós fyrr en eftir keppnina hvaða dyr keppnin muni opna fyrir Birkir, segir hann þó að honum hafi strax boðist ákveðin tækifæri sem eigi eftir að koma betur í ljós. Óraunverulegt að vera stoppaður úti á götu Keppnin er gríðarlega stór í Svíþjóð og telur Birkir að um 1-1,5 milljónir horfi á hvern þátt. „Það búa bara um 10 milljónir manns hérna, þannig þetta er svolítið stór hluti sem horfir,“ segir Birkir sem segist vera farinn að finna fyrir athyglinni. „Maður er alveg stoppaður aðeins úti á götu og maður er beðinn um myndir og svona sem mér finnst rosalega óraunverulegt.“ Þó svo að keppnin sé aðeins sýnd í Svíþjóð, hafa Akureyringar gripið til sinna ráða. Stjúpfaðir Birkis hefur tekið upp á því að varpa þættinum upp á skjá á barnum Vamos þar sem Akureyringar koma saman og horfa á sinn mann. „Það er bara gott að finna fyrir stuðningnum og frábært að fólkið heima hafi áhuga á því sem maður er að bralla.“ Birkir flutti lagið Falla fritt ásamt tónlistarmanninum Peter Jöback í síðasta þætti. Syngur til foreldra sinna á föstudaginn Birkir segir að stressið sé vissulega farið að aukast nú þegar líður að lokaþættinum en á sama tíma hafi líka kviknað á keppnisskapinu. „Fyrst var maður svona tiltölulega slakur yfir þessu og hugsaði að þetta væri hvort sem er búið að vera geggjað tækifæri þó svo að ég myndi detta út. En núna þegar maður er farinn að sjá að það eru tvær og hálf vika í lokaþáttinn, þá langar manni alveg pínu að komast þangað.“ „Það er orðið svona aðeins raunverulegra að maður gæti raunverulega komist í lokaþáttinn.“ Í hverjum þætti er ákveðið þema og er ástin þema næsta þáttar. „Maður á sem sagt að finna lag sem maður tengir við einhver nákominn, eins og t.d. foreldra eða systkini og við eigum að syngja til þeirra. Lögin eru öll tileinkuð einhverjum ákveðnum.“ Sjálfur ætlar Birkir að flytja lagið Finally eftir James Arthur og ætlar hann að tileinka það foreldrum sínum. „Ég er mikill James Arthur aðdáandi en þetta er samt ekki endilega lag sem ég hef hlustað mikið á með foreldrum mínum, heldur finnst mér textinn hafa sérstaka tengingu við þau.“ Faðir Birkis og stjúpmamma verða í salnum að horfa en móðir hans og stjúpfaðir fylgjast með á Akureyri. Óhætt er að segja að Birkir Blær hafi sungið sig inn í hjörtu sænsku þjóðarinnar.Idol „Þetta er ekkert venjulegt gigg“ Fyrirkomulagið á föstudaginn verður ólíkt því sem hefur verið hingað til. Áður höfðu áhorfendur heila viku til þess að kjósa en á föstudaginn munu keppendur flytja lög sín og síðan verður kosið strax í kjölfarið. Á föstudaginn kemur því í ljós hvort Birkir haldi áfram í fjögurra manna úrslitin. En hann segir ferðalagið búið að vera ævintýralegt hingað til. „Ég hitti Ed Sheeran. Það var náttúrlega alveg sturlað. Svo er náttúrlega bara geggjað að fá að syngja á svona stóru og flottu sviði einu sinni í viku. Þetta er ekkert venjulegt gigg, þetta er svona gigg sem maður fær voða sjaldan en núna fæ ég þetta tækifæri einu sinni í viku.“ Hægt er að fylgjast með Idol-ævintýri Birkis á Instagram þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu. Þar setur hann einnig inn flutning kvöldsins eftir hvern þátt.
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Svíþjóð Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13
Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19