tick, tick...BOOM!: Tikk, tikk...of lítið búmm Heiðar Sumarliðason skrifar 26. nóvember 2021 14:17 Andrew Garfield í hlutverki Jonathan Larsons. Kvikmyndinni tick, tick...Boom!, sem Netflix frumsýndi nýlega, hefur verið spáð velgengni á næstu Óskarshátíð. Hún hittir á nokkrar réttar nótur en því miður eru þær fölsku hins vegar of margar. Sagan byggir á söngleik eftir Jonathan Larson, sem vann sér það helst til frægðar að deyja rétt áður en söngleikur hans, Rent, var frumsýndur. Gárungarnir hafa í gegnum tíðina haldið því fram að ef ekki hefði verið fyrir dauða hans á þessum tímapunkti hefði Rent ekki orðið það undur sem það varð. Sumir segja jafnvel að það sé bara eitt gott lag í öllum söngleiknum (Seasons of Love). Hverju sem því líður var Rent risa smellur á Broadway og var sett upp víðsvegar um heim, m.a. af Þjóðleikhúsi okkar Íslendinga, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Upprunalegi leikhópurinn úr Rent. Ég ætla nú ekki að setja mig í dómarasæti varðandi það hvort velgengni Rent hafi verið verðskulduð, enda hef ég ekki séð söngleikinn. Hins vegar hef ég nú sest í dómarasætið varðandi tick, tick...BOOM! Persónulega tel ég þessa mynd ekki eiga neitt erindi í eitthvað Óskarskapphlaup. Sú skoðun þarf þó ekki að vera mælistika á nokkurn skapaðan hlut enda hefur mér þótt ýmsar margtilnefndar myndir (og sigurvegarar) undanfarinna ára af lágu kalíberi. Mögulega er ég hægt og rólega að missa þá barnatrú að Óskarinn sé raunveruleg mælistika á gæði. Maður var alinn upp við að hann væri einhver raunverulegur barómet og hafði e.t.v. ekki þroska til að bera kennsl á að tilnefndar myndir væru sumar hverjar ekki sérlega góðar. Ég er hálfpartinn á báðum áttum með það hvort staðallinn hafi lækkað og myndirnar versnað, eða hvort ég hafi bara breyst og þroskast sem áhorfandi. Einnig gæti verið að á þeim tíma sem ég var hvað mest að pæla í Óskarnum á tíunda áratugi síðustu aldar, hafi komið óvenju mikið af góðum kvikmyndum. Þegar ég renni yfir þær myndir sem báru sigur úr býtum á þessum tíma, sem og þær sem einungis voru tilnefndar, er þar að finna margar frábærar kvikmyndir: Schindler's List, Pulp Fiction, Unforgiven, The Piano, Goodfellas, The Shawshank Redemption, Fargo o.s.fv. Sigurvegarar og tilnefndar myndir seinni ára á við Nomadland, Green Book, The Shape of Water, A Star is Born, La La Land eru að mínu mati ekki í sama gæðaflokki. Því er aldrei að vita, kannski sópar tick, tick...BOOM! til sín Óskarstilnefningum, kannski fær hún engar. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Brokkgengt Sjálfum finnst mér tick, tick...BOOM! helst til brokkgeng. Það komu þó stundir þar sem sagan náði mér. Þegar u.þ.b. hálftími var liðinn hugsaði ég með mér: Já, ég held að þetta verði bara mjög fín mynd. Það entist þó ekki sérlega lengi, því í kjölfarið komu ansi langir bútar sem héldu mér alls ekki við efnið. Vandi myndarinnar er tvíþættur, í fyrsta lagi er þetta söngleikur, en þeir eiga það til að stöðva framvinduna til að hægt sé að syngja lag um eitthvað sem skiptir litlu máli, slíkt gerist á nokkrum stöðum hér. Í öðru lagi eru þau vandamál sem aðalpersónan glímir við ekki sérlega merkileg og erfitt er fyrir flesta að tengja við þau. Fyrirmyndin og leikarinn. Það er oft góð regla fyrir höfunda að hafa ævintýrið sem persónan leggur upp í þannig að ef hún tekst ekki á við það og sigrar, þá muni hún deyja (þá á ég ekki endilega við bókstaflega, heldur metafórískt). Oft standa höfundar þó frammi fyrir því að vandamál persónu þeirra eru ekki endilega þess eðlis að augljóst sé hvers vegna áhorfendur eigi að taka þau alvarlega og tengjast þeim. Í tick, tick...BOOM! standa Jonathan svo margar aðrar dyr opnar með gullnum tækifærum, að erfitt er að hugsa ekki að gæinn eigi að grjóthalda kjafti og hætta þessu væli. Larson finnst hann verða að ná frama sem söngleikjahöfundur, annars líður honum eins og lífi hans sé lokið. Við vitum samt að svo er ekki, sem grefur undan samhygð okkar gagnvart honum. Til að slíkt nái áhorfendum þarf að gefa skýrara samhengi og kafa dýpra í sálarlíf aðalpersónunnar. Þegar ég sé myndir sem flaska á þessu atriði er mér ávallt hugsað til The Social Network, sem Aaron Sorkin skrifaði, og hvernig hann náði að krækja í áhorfendur og fá þá í lið með Mark Zuckerberg. Upphafsatriðið notaði hann til að útskýra hvers vegna Mark hreinlega varð að stofna Facebook og knésetja alla óvini sína. Sorkin var nægilega séður í nálgun sinni að hann hóf myndina á því að Mark opnaði á alla sína galla og ótta, var svo niðurlægður án þess að vita hvaðan á sig stóð veðrið. Og hann var niðurlægður á máta sem sneri að öllu hans óöryggi, það var ekki bara komið við kaunin á honum, það var margpotað í þau. Ég veit ekki hver sár Jonathans eru, önnur en þau að hann eldist eins og annað fólk. A.m.k. ná höfundar myndarinnar líklegast ekki að krækja í athygli almennra áhorfenda. Sennilega eru það bara allra hörðustu söngleikjaaðdáendur sem ná almennilega sambandi við tick, tick...BOOM! Niðurstaða: Mynd um hluta úr ævi söngleikjaskálds nær flugi öðru hvoru, en þó ekki nægilega oft til að ganga fyllilega upp. Höfðar sennilega aðeins til hörðustu söngleikjaaðdáenda. Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sagan byggir á söngleik eftir Jonathan Larson, sem vann sér það helst til frægðar að deyja rétt áður en söngleikur hans, Rent, var frumsýndur. Gárungarnir hafa í gegnum tíðina haldið því fram að ef ekki hefði verið fyrir dauða hans á þessum tímapunkti hefði Rent ekki orðið það undur sem það varð. Sumir segja jafnvel að það sé bara eitt gott lag í öllum söngleiknum (Seasons of Love). Hverju sem því líður var Rent risa smellur á Broadway og var sett upp víðsvegar um heim, m.a. af Þjóðleikhúsi okkar Íslendinga, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Upprunalegi leikhópurinn úr Rent. Ég ætla nú ekki að setja mig í dómarasæti varðandi það hvort velgengni Rent hafi verið verðskulduð, enda hef ég ekki séð söngleikinn. Hins vegar hef ég nú sest í dómarasætið varðandi tick, tick...BOOM! Persónulega tel ég þessa mynd ekki eiga neitt erindi í eitthvað Óskarskapphlaup. Sú skoðun þarf þó ekki að vera mælistika á nokkurn skapaðan hlut enda hefur mér þótt ýmsar margtilnefndar myndir (og sigurvegarar) undanfarinna ára af lágu kalíberi. Mögulega er ég hægt og rólega að missa þá barnatrú að Óskarinn sé raunveruleg mælistika á gæði. Maður var alinn upp við að hann væri einhver raunverulegur barómet og hafði e.t.v. ekki þroska til að bera kennsl á að tilnefndar myndir væru sumar hverjar ekki sérlega góðar. Ég er hálfpartinn á báðum áttum með það hvort staðallinn hafi lækkað og myndirnar versnað, eða hvort ég hafi bara breyst og þroskast sem áhorfandi. Einnig gæti verið að á þeim tíma sem ég var hvað mest að pæla í Óskarnum á tíunda áratugi síðustu aldar, hafi komið óvenju mikið af góðum kvikmyndum. Þegar ég renni yfir þær myndir sem báru sigur úr býtum á þessum tíma, sem og þær sem einungis voru tilnefndar, er þar að finna margar frábærar kvikmyndir: Schindler's List, Pulp Fiction, Unforgiven, The Piano, Goodfellas, The Shawshank Redemption, Fargo o.s.fv. Sigurvegarar og tilnefndar myndir seinni ára á við Nomadland, Green Book, The Shape of Water, A Star is Born, La La Land eru að mínu mati ekki í sama gæðaflokki. Því er aldrei að vita, kannski sópar tick, tick...BOOM! til sín Óskarstilnefningum, kannski fær hún engar. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Brokkgengt Sjálfum finnst mér tick, tick...BOOM! helst til brokkgeng. Það komu þó stundir þar sem sagan náði mér. Þegar u.þ.b. hálftími var liðinn hugsaði ég með mér: Já, ég held að þetta verði bara mjög fín mynd. Það entist þó ekki sérlega lengi, því í kjölfarið komu ansi langir bútar sem héldu mér alls ekki við efnið. Vandi myndarinnar er tvíþættur, í fyrsta lagi er þetta söngleikur, en þeir eiga það til að stöðva framvinduna til að hægt sé að syngja lag um eitthvað sem skiptir litlu máli, slíkt gerist á nokkrum stöðum hér. Í öðru lagi eru þau vandamál sem aðalpersónan glímir við ekki sérlega merkileg og erfitt er fyrir flesta að tengja við þau. Fyrirmyndin og leikarinn. Það er oft góð regla fyrir höfunda að hafa ævintýrið sem persónan leggur upp í þannig að ef hún tekst ekki á við það og sigrar, þá muni hún deyja (þá á ég ekki endilega við bókstaflega, heldur metafórískt). Oft standa höfundar þó frammi fyrir því að vandamál persónu þeirra eru ekki endilega þess eðlis að augljóst sé hvers vegna áhorfendur eigi að taka þau alvarlega og tengjast þeim. Í tick, tick...BOOM! standa Jonathan svo margar aðrar dyr opnar með gullnum tækifærum, að erfitt er að hugsa ekki að gæinn eigi að grjóthalda kjafti og hætta þessu væli. Larson finnst hann verða að ná frama sem söngleikjahöfundur, annars líður honum eins og lífi hans sé lokið. Við vitum samt að svo er ekki, sem grefur undan samhygð okkar gagnvart honum. Til að slíkt nái áhorfendum þarf að gefa skýrara samhengi og kafa dýpra í sálarlíf aðalpersónunnar. Þegar ég sé myndir sem flaska á þessu atriði er mér ávallt hugsað til The Social Network, sem Aaron Sorkin skrifaði, og hvernig hann náði að krækja í áhorfendur og fá þá í lið með Mark Zuckerberg. Upphafsatriðið notaði hann til að útskýra hvers vegna Mark hreinlega varð að stofna Facebook og knésetja alla óvini sína. Sorkin var nægilega séður í nálgun sinni að hann hóf myndina á því að Mark opnaði á alla sína galla og ótta, var svo niðurlægður án þess að vita hvaðan á sig stóð veðrið. Og hann var niðurlægður á máta sem sneri að öllu hans óöryggi, það var ekki bara komið við kaunin á honum, það var margpotað í þau. Ég veit ekki hver sár Jonathans eru, önnur en þau að hann eldist eins og annað fólk. A.m.k. ná höfundar myndarinnar líklegast ekki að krækja í athygli almennra áhorfenda. Sennilega eru það bara allra hörðustu söngleikjaaðdáendur sem ná almennilega sambandi við tick, tick...BOOM! Niðurstaða: Mynd um hluta úr ævi söngleikjaskálds nær flugi öðru hvoru, en þó ekki nægilega oft til að ganga fyllilega upp. Höfðar sennilega aðeins til hörðustu söngleikjaaðdáenda.
Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira