Erlent

Rúm­lega fimm­tíu námu­verka­menn í Síberíu taldir af

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir að hugur sé hjá fjölskyldum aðstandenda.
Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir að hugur sé hjá fjölskyldum aðstandenda. AP

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tugir eru taldir af eftir eldsvoða í námu í Síberíu. Yfirvöld í Rússlandi hafa hætt leit vegna hættu á sprengingu í námunni.

Björgunaraðilar yfirgáfu námuna í flýti vegna uppsöfnunar metangass og eitraðra lofttegunda. Talið er að þeir 38, sem enn eru inni í námunni, séu þegar látnir vegna súrefnisskorts.

Ellefu námuverkamenn fundust látnir en þrír björgunaraðilar létust í aðgerðunum. Tæplega þrjú hundruð voru við störf í námunni þegar eldurinn braust út og fjölmargir slösuðust.

Talið er að neisti hafi orsakað metansprengingu og eldur brotist út í kjölfarið. Yfirvöld í landinu hafa hafið rannsókn á málinu. AP News greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×