Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2021 20:33 Kjörbréfamálið hefur verið til umræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu