Fílabeinsturninn og Landspítali Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 25. nóvember 2021 21:30 Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun