Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 10:00 Hera Björk segir svefnrútínuna sína ráðast alfarið af því hver árstíminn er. Á þessum tíma að vetri líkir hún svefnvenjunum við opnunartíma í Kringlunni; er með opið frá klukkan ellefu til sex og reglulegum miðnæturopnunum þar á milli. Á heimilinu stjórnar eiginmaðurinn WimHof öndun með kaldri sturtu flesta morgna. Vísir/Vilhelm Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er soldið svona eins og sólin, vakna þegar komin er tími til að skína! Semsagt, ég vakna soldið á öllum tímum sólarhringsins og það fer fullkomlega eftir árstíma. Á þessum tíma árs er ég, eins og við öll auðvitað, að vinna alveg myrkrana á milli það er að segja ég mæti í myrkri og kem heimí myrkri. Og hvað svefnvenjurnar varðar er þessi tími ársins kannski ekki alveg minn tími þannig að ég leyfi mér soldið að vera eins og búð í Kringlunni, opna klukkan ellefu og loka klukkan sex með reglulega miðnæturopnum inn á milli. Ætli ég sé ekki að vakna svona að meðaltali á milli átta og níu þessa dagana, tek inn súrefni kaffi og fréttir til klukkan tíu og græja mig svo út í daginn til klukkan ellefu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er klárlega að knúsa hundinn okkar hann Fróða, morgunspenntari lífveru er erfitt að finna. Eiginmaðurinn stjórnar hér WimHof öndun með kaldri sturtu flesta morgna þannig að ég geri mitt besta til að vera memm í því enda fáránlega gefandi inn í daginn. Svo er það bara vatnsglasið og vítamínin, almennt knús á þá fjölskyldumeðlimi sem ég rekst á, eldsnöggt „út að pissa“ með Fróða the Hound og svo bara upp með andlitið og af stað.“ Hvaða jólalag finnst þér skemmtilegast að syngja? „Össss þetta er rosalega spurning, þau eru svo mörg...en ég ætla að segja Heims um ból! Ég kynntist því lagi upp á nýtt fyrir nokkrum árum síðan þegar ég gaf það út á jólaplötu og þá bara gerðist eitthvað! Ég tengdi allt í einu mjög djúpt við textann og melódíuna , sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Svo er þetta lag alltaf sungið og þá syngjum við öll sem eitt og það er bara eitthvað einstakt við orkuna sem myndast þegar allir standa upp, rétta úr sér og gleðin spreyjast í allar áttir út um kærleiksfylltan brjóstkassann...unaðslegt.“ Þessa dagana er Hera á fullu að undirbúa jólatónleikana sína þann 20.desember næstkomandi, Ilmur af jólum. Uppáhalds jólalagið sem Hera syngur er Heims um ból, sem Heru fannst hún kynnast alveg upp á nýtt fyrir nokkrum árum síðan. Í ár eru 20 ár frá því að jólaplata Heru, Ilmur af jólum, kom út. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að vinna jöfnum höndum við tónlistina og fasteignasöluna þessa dagana og það er frábært hvað það er hægt að láta þann dúett virka vel. Það er auðvitað mikill fókus í þessum töluðum orðum á tónleikana mína „ILMUR AF JÓLUM í 20 ÁR“ sem ég verð með í Hallgrímskirkju þann 20.desember nk. Tilefnið í ár er ærið þar sem að jólaplatan mín „ILMUR AF JÓLUM“ er 20 ára þannig að það verður að fagna þessum tímamótum og það með stæl ásamt einstökum gestum, kórum og kollegum úr tónlistinni. FasteignaHeran nýtir svo tímann vel í desember til þess að klára það sem klára þarf fyrir jólin og byrja að undirbúa árið 2022 með tilheyrandi markmiðasetningu og tiltekt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skipulegg segirðu? Ég skipulegg nánast hverja mínútu, reyni að halda það út og ef það tekst er ég voða sæl og stolt. En svo það sé sagt að þá gerist það sjaldan enda á ég það til að ofhlaða og ætla mér um of! En sem sagt, ég kemst ekki framúr á morgnana og í gegnum daginn nema vera með listann minn góða við hendina þannig að allt sem ég þarf að gera vinnu- og eða fjölskyldutengt set ég á „Gera og Græja“ listann og svo dansar þetta allt með dagatalinu mínu í símanum og tölvunni, litakóðað í drasl svo að sjónminnið mitt góða fái notið sín. Ég er hrikalega ginkeypt fyrir góðum skipulagskerfum og þegar ég uppgötvaði í Gmail að ég gæti sett upp tölvupósta og dagsett þá fram í tímann að þá leið mér eins og stóra lífsráðgátan væri leyst, gleðin var slík og þvílík. Við vinnuna nota ég Trello mikið til að halda utan um verkefnin mín. Þar er ég til dæmis með sérstakt „borð“ fyrir „ILMUR AF JÓLUM“ og annað sem heitir „FasteignaHera“. Þar fær hver eign sitt spjald og þangað inn set ég öll skjöl og samskipti þannig að það er auðvelt fyrir mig að finna svörin þegar ég er spurð. Við á REMAX notum svo Trelloið til að koma upplýsingum okkar á milli þegar eignirnar fara af stað í kaupsamningsferli því að þá tekur skjaladeildin okkar öfluga við og upplýsir um framvinduna með því að merkja inn á spjöldi. Ég nota mikið allskyns öpp og kerfi mér til gagns og gamans þegar ég útbý til dæmis auglýsingarmyndbönd fyrir eignir sem á að keyra á samfélagsmiðlum. CANVA er kerfi sem ég uppgötvaði sirka árið 2013 ég elska að nýta mér. Þar vinn ég allt mitt upplýsinga- og markaðefni þegar ég er að skipuleggja söluferli eigna. Og þegar ég þarf að auglýsa viðburði eða tónleika að þá nýtist það einnig frábærlega, mæli með. Canva vinnur vel með samfélagsmiðlum þannig að óneitanlega nýti ég mér Fésbókina mikið og þá sérstaklega til að vinna pósta og auglýsingar sem tengjast vinnunni og tímasetja það fram í tímannn. Það þykir mér vera alger snilld og gleður gríðarlega skipulags- og stjórnunarviðundrið mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er búin á því. En svona grínlaust að þá fer ég yfirleitt of seint að sofa því að það er iðulega þannig að þegar ró er komin yfir heimilið að þá fer hausinn á mér af stað og ég fæ fullt af frábæum hugmyndum sem þarf að ýta úr vör, skipuleggja eða hugsa og ræða út af borðinu. Og þetta getur tekið tíma þannig að minn svefntími er yfirleitt að byrja svona á milli hálf eitt og hálf þrjú. Og það sér það hver heilvita mannseskja að þetta gengur ekki til lengdar hjá rétt að verða miðaldra dömunni þannig að nú standa yfir stórgerðar endurbætur á krúttstuðli sverfnherbergisins sem eru til þess eins gerðar að gera fletið ómótstæðilegt og lokka mig inn eigi síðar en hálf tólf…..gangi þér voða vel með það Hera mín!“ Kaffispjallið Tengdar fréttir 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er soldið svona eins og sólin, vakna þegar komin er tími til að skína! Semsagt, ég vakna soldið á öllum tímum sólarhringsins og það fer fullkomlega eftir árstíma. Á þessum tíma árs er ég, eins og við öll auðvitað, að vinna alveg myrkrana á milli það er að segja ég mæti í myrkri og kem heimí myrkri. Og hvað svefnvenjurnar varðar er þessi tími ársins kannski ekki alveg minn tími þannig að ég leyfi mér soldið að vera eins og búð í Kringlunni, opna klukkan ellefu og loka klukkan sex með reglulega miðnæturopnum inn á milli. Ætli ég sé ekki að vakna svona að meðaltali á milli átta og níu þessa dagana, tek inn súrefni kaffi og fréttir til klukkan tíu og græja mig svo út í daginn til klukkan ellefu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er klárlega að knúsa hundinn okkar hann Fróða, morgunspenntari lífveru er erfitt að finna. Eiginmaðurinn stjórnar hér WimHof öndun með kaldri sturtu flesta morgna þannig að ég geri mitt besta til að vera memm í því enda fáránlega gefandi inn í daginn. Svo er það bara vatnsglasið og vítamínin, almennt knús á þá fjölskyldumeðlimi sem ég rekst á, eldsnöggt „út að pissa“ með Fróða the Hound og svo bara upp með andlitið og af stað.“ Hvaða jólalag finnst þér skemmtilegast að syngja? „Össss þetta er rosalega spurning, þau eru svo mörg...en ég ætla að segja Heims um ból! Ég kynntist því lagi upp á nýtt fyrir nokkrum árum síðan þegar ég gaf það út á jólaplötu og þá bara gerðist eitthvað! Ég tengdi allt í einu mjög djúpt við textann og melódíuna , sá þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Svo er þetta lag alltaf sungið og þá syngjum við öll sem eitt og það er bara eitthvað einstakt við orkuna sem myndast þegar allir standa upp, rétta úr sér og gleðin spreyjast í allar áttir út um kærleiksfylltan brjóstkassann...unaðslegt.“ Þessa dagana er Hera á fullu að undirbúa jólatónleikana sína þann 20.desember næstkomandi, Ilmur af jólum. Uppáhalds jólalagið sem Hera syngur er Heims um ból, sem Heru fannst hún kynnast alveg upp á nýtt fyrir nokkrum árum síðan. Í ár eru 20 ár frá því að jólaplata Heru, Ilmur af jólum, kom út. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að vinna jöfnum höndum við tónlistina og fasteignasöluna þessa dagana og það er frábært hvað það er hægt að láta þann dúett virka vel. Það er auðvitað mikill fókus í þessum töluðum orðum á tónleikana mína „ILMUR AF JÓLUM í 20 ÁR“ sem ég verð með í Hallgrímskirkju þann 20.desember nk. Tilefnið í ár er ærið þar sem að jólaplatan mín „ILMUR AF JÓLUM“ er 20 ára þannig að það verður að fagna þessum tímamótum og það með stæl ásamt einstökum gestum, kórum og kollegum úr tónlistinni. FasteignaHeran nýtir svo tímann vel í desember til þess að klára það sem klára þarf fyrir jólin og byrja að undirbúa árið 2022 með tilheyrandi markmiðasetningu og tiltekt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skipulegg segirðu? Ég skipulegg nánast hverja mínútu, reyni að halda það út og ef það tekst er ég voða sæl og stolt. En svo það sé sagt að þá gerist það sjaldan enda á ég það til að ofhlaða og ætla mér um of! En sem sagt, ég kemst ekki framúr á morgnana og í gegnum daginn nema vera með listann minn góða við hendina þannig að allt sem ég þarf að gera vinnu- og eða fjölskyldutengt set ég á „Gera og Græja“ listann og svo dansar þetta allt með dagatalinu mínu í símanum og tölvunni, litakóðað í drasl svo að sjónminnið mitt góða fái notið sín. Ég er hrikalega ginkeypt fyrir góðum skipulagskerfum og þegar ég uppgötvaði í Gmail að ég gæti sett upp tölvupósta og dagsett þá fram í tímann að þá leið mér eins og stóra lífsráðgátan væri leyst, gleðin var slík og þvílík. Við vinnuna nota ég Trello mikið til að halda utan um verkefnin mín. Þar er ég til dæmis með sérstakt „borð“ fyrir „ILMUR AF JÓLUM“ og annað sem heitir „FasteignaHera“. Þar fær hver eign sitt spjald og þangað inn set ég öll skjöl og samskipti þannig að það er auðvelt fyrir mig að finna svörin þegar ég er spurð. Við á REMAX notum svo Trelloið til að koma upplýsingum okkar á milli þegar eignirnar fara af stað í kaupsamningsferli því að þá tekur skjaladeildin okkar öfluga við og upplýsir um framvinduna með því að merkja inn á spjöldi. Ég nota mikið allskyns öpp og kerfi mér til gagns og gamans þegar ég útbý til dæmis auglýsingarmyndbönd fyrir eignir sem á að keyra á samfélagsmiðlum. CANVA er kerfi sem ég uppgötvaði sirka árið 2013 ég elska að nýta mér. Þar vinn ég allt mitt upplýsinga- og markaðefni þegar ég er að skipuleggja söluferli eigna. Og þegar ég þarf að auglýsa viðburði eða tónleika að þá nýtist það einnig frábærlega, mæli með. Canva vinnur vel með samfélagsmiðlum þannig að óneitanlega nýti ég mér Fésbókina mikið og þá sérstaklega til að vinna pósta og auglýsingar sem tengjast vinnunni og tímasetja það fram í tímannn. Það þykir mér vera alger snilld og gleður gríðarlega skipulags- og stjórnunarviðundrið mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er búin á því. En svona grínlaust að þá fer ég yfirleitt of seint að sofa því að það er iðulega þannig að þegar ró er komin yfir heimilið að þá fer hausinn á mér af stað og ég fæ fullt af frábæum hugmyndum sem þarf að ýta úr vör, skipuleggja eða hugsa og ræða út af borðinu. Og þetta getur tekið tíma þannig að minn svefntími er yfirleitt að byrja svona á milli hálf eitt og hálf þrjú. Og það sér það hver heilvita mannseskja að þetta gengur ekki til lengdar hjá rétt að verða miðaldra dömunni þannig að nú standa yfir stórgerðar endurbætur á krúttstuðli sverfnherbergisins sem eru til þess eins gerðar að gera fletið ómótstæðilegt og lokka mig inn eigi síðar en hálf tólf…..gangi þér voða vel með það Hera mín!“
Kaffispjallið Tengdar fréttir 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00
„Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01
Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01
„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00