Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2021 11:34 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Ómíkrón-afbrigði veirunnar enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. Kári var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem umræðuefnið var meðal annars þetta Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Yfirvöld víða um heim hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu og hafa lönd á borð við Ísrael og Bretland þegar gripið til hertra aðgerða vegna þess. Kári var spurður út í þetta afbrigði í þættinum þar sem hann sagði það einfaldlega vera of snemmt að hafa áhyggjur af þessu afbrigði. „Mér er ekki alveg ljóst hvað er á seyði því að það er harla lítið vitið vitað um SARS-COV2-veiruna með þessum 32 stökkbreytingum sem lýst er í Ómíkron. Þessar stökkbreytingar er í þeim erfðavísi sem býr til eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumur líkamans og hjálpar þeim inn í frumurnar,“ sagði Kári. Engin gögn komið fram Engin gögn væru komin fram sem bentu á að þetta afbrigði væri hættulegra en önnur. „Það eru engin gögn sem sýna fram á að veiran með þessar stökkbreytingar sé smitnæmari heldur en veirur sem eru án þessara stökkbreytinga. Það eru engin gögn sem benda til þess að hún valdi alvarlegri sjúkdóm,“ sagði Kári. Tók Kári það fram að þótt að gögnin væru ekki til staðar nú, gæti afbrigðið reynst hættulegra þegar uppi er staðið. Ekkert lægi fyrir hins vegar fyrir um það sem stendur. Byggir á tilgátum innan úr hugarskelum manna fremur en því sem sé í raun að gerast „Það má vera endanlega, jú, að þetta sé hættulegt form af veirunni. Við höfum bara engin gögn sem sýna fram á það. Þarna sitja menn og lesa í þessar stökkbreytingar eins og menn gerðu með Rorschach-testið þar sem menn sjá eitthvað mynstur og eru að geta sér til um það hvað mynstrið þýðir. En þær tilgátur eins og stendur eiga miklu frekar rætur að rekja til þess sem gerst hefur innan höfuðskelja manna heldur en það sem hefur gerst út í „fieldinu“,“ sagði Kári. Sem fyrr segir hafa ýmis ríki gripið til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins, meðal annars með því að takmarka flug frá ríkjum Afríku þar sem afbrigiðið hefur greinst. „Það er alltaf ástæða til að velta fyrir sér því sem er að gerast og búa sig undir að eitthvað slæmt megi kannski henda okkur en í þessu tilfelli eru viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til,“ sagði Kári. Skaut létt á nýja ríkisstjórn Ítrekaði Kári þó að afbrigðið gæti vel reynst hættulegra þegar uppi er staðið. „Kannski þegar við setjumst niður eftir tvær þrjár vikur þá gæti það verið komið í ljós að þetta form veirunnar gæti verið stórhættulegt en eins og stendur þá bara vitum við það alls ekki,“ sagði Kári. Hvað varðar Ísland taldi Kári mikilvægt að hér yrði haldið áfram að raðgreina þau sýni sem greinast jákvæð á hverjum degi, þannig mætti til að mynda grípa Ómíkrón-afbrigðið í einum grænum hvelli þegar það kæmi hingað til lands. „Ég held að við drögum bara djúpt andann, högum okkar varlega eins og við höfum gert um hríð, tölum illa um nýskipaða ríkisstjórn. Við vitum að nýskipuð ríkisstjórn hlýtur að vera dálítið hættuleg en við vitum ekki hvort þessu Ómíkrón-veira verði það eða ekki, sagði Kári hlæjandi að lokum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Tengdar fréttir Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Kári var gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem umræðuefnið var meðal annars þetta Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Yfirvöld víða um heim hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu og hafa lönd á borð við Ísrael og Bretland þegar gripið til hertra aðgerða vegna þess. Kári var spurður út í þetta afbrigði í þættinum þar sem hann sagði það einfaldlega vera of snemmt að hafa áhyggjur af þessu afbrigði. „Mér er ekki alveg ljóst hvað er á seyði því að það er harla lítið vitið vitað um SARS-COV2-veiruna með þessum 32 stökkbreytingum sem lýst er í Ómíkron. Þessar stökkbreytingar er í þeim erfðavísi sem býr til eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumur líkamans og hjálpar þeim inn í frumurnar,“ sagði Kári. Engin gögn komið fram Engin gögn væru komin fram sem bentu á að þetta afbrigði væri hættulegra en önnur. „Það eru engin gögn sem sýna fram á að veiran með þessar stökkbreytingar sé smitnæmari heldur en veirur sem eru án þessara stökkbreytinga. Það eru engin gögn sem benda til þess að hún valdi alvarlegri sjúkdóm,“ sagði Kári. Tók Kári það fram að þótt að gögnin væru ekki til staðar nú, gæti afbrigðið reynst hættulegra þegar uppi er staðið. Ekkert lægi fyrir hins vegar fyrir um það sem stendur. Byggir á tilgátum innan úr hugarskelum manna fremur en því sem sé í raun að gerast „Það má vera endanlega, jú, að þetta sé hættulegt form af veirunni. Við höfum bara engin gögn sem sýna fram á það. Þarna sitja menn og lesa í þessar stökkbreytingar eins og menn gerðu með Rorschach-testið þar sem menn sjá eitthvað mynstur og eru að geta sér til um það hvað mynstrið þýðir. En þær tilgátur eins og stendur eiga miklu frekar rætur að rekja til þess sem gerst hefur innan höfuðskelja manna heldur en það sem hefur gerst út í „fieldinu“,“ sagði Kári. Sem fyrr segir hafa ýmis ríki gripið til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins, meðal annars með því að takmarka flug frá ríkjum Afríku þar sem afbrigiðið hefur greinst. „Það er alltaf ástæða til að velta fyrir sér því sem er að gerast og búa sig undir að eitthvað slæmt megi kannski henda okkur en í þessu tilfelli eru viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til,“ sagði Kári. Skaut létt á nýja ríkisstjórn Ítrekaði Kári þó að afbrigðið gæti vel reynst hættulegra þegar uppi er staðið. „Kannski þegar við setjumst niður eftir tvær þrjár vikur þá gæti það verið komið í ljós að þetta form veirunnar gæti verið stórhættulegt en eins og stendur þá bara vitum við það alls ekki,“ sagði Kári. Hvað varðar Ísland taldi Kári mikilvægt að hér yrði haldið áfram að raðgreina þau sýni sem greinast jákvæð á hverjum degi, þannig mætti til að mynda grípa Ómíkrón-afbrigðið í einum grænum hvelli þegar það kæmi hingað til lands. „Ég held að við drögum bara djúpt andann, högum okkar varlega eins og við höfum gert um hríð, tölum illa um nýskipaða ríkisstjórn. Við vitum að nýskipuð ríkisstjórn hlýtur að vera dálítið hættuleg en við vitum ekki hvort þessu Ómíkrón-veira verði það eða ekki, sagði Kári hlæjandi að lokum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Tengdar fréttir Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00
Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26