Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 12:30 Matvælastofnun er nú með til skoðunar tilkynningu um að ekki hafi náðst í neyðarnúmer dýralækna síðustu helgi. Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð. Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð.
Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira