Viðbrunnar kosningar Indriði Stefánsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar