Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 21:26 Gunnar Magnússon er með lið Aftureldingar í brekku en er bjartsýnn á framhaldið eftir áramót. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. „Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira