Þumalbrotnaði í fyrstu lotu en kláraði samt bardagann og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:01 Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í Svíþjóð og hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Instagram/valgerdurgud Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í bardaga sínum í Jönköping í Svíþjóð um helgina en hún þurfti heldur betur að harka af sér í bardaganum. Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður.
Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira