Innlent

Orri Páll formaður þingflokks VG

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Orri Páll Jóhannsson er þingmaður VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Orri Páll Jóhannsson er þingmaður VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. VG

Orri Páll Jóhannsson er nýr formaður þingflokks Vinstri grænna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins síðdegis. Hann tekur við stöðunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem verður varaformaður þingflokksins.

Orri Páll var aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var sömuleiðis varaþingmaður flokksins frá árinu 2016.

Orri Páll er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási.

Þá hefur hann starfað sem landvörður og var meðal annars starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá janúar 2016 til júní 2017. Þá var hann verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænafánaverkefnisins) hjá Landvernd frá 2008 til 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×