Franskur graffari djúpt snortinn af viðbrögðum við ólöglegu veggjakroti hans í Laugardal Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 23:34 Kraak-N er heiti nafnlauss myndlistamanns sem setti mark sitt á nýmálaðan bílskúrsvegg í Laugardal í vikunni. Höfundurinn er franskur og var í fríi á Íslandi, en er nú farinn heim. Íbúarnir eru í skýjunum með verkið - og hann þar með líka. Á myndinni til hægri sést það sem séð verður af listamanninum. Samsett: Instagram/Twitter Íbúar húsaraðar við Laugalæk eru hæstánægðir með nýtt veggjakrot sem birtist á húsnæði þeirra í vikunni. Það sem einn segir að sé eins og sérpantað listaverk á nýuppgerðum bílskúr er í grunninn ekkert annað en venjulegt graff. Listamaðurinn á bakvið það er glaður að þau séu glöð. Undravera af kolkrabbaætt tók sér bólfestu á húsveggnum í vikunni. Þegar íbúi sem fréttastofa ræddi við frétti af graffinu hjá syni sínum rauk hann upp og ætlaði að fara að mála yfir það. En þegar hann kom á staðinn var hann frá sér numinn af hrifningu. Það er bara svo flott. Stöð 2 skoðaði vegginn og ræddi við íbúa á staðnum í dag. Einnig var staldrað við önnur vegglistaverk bæjarins: „Ég held að flestir séu bara jákvæðir. Það var umræða í hópnum og flestir voru bara mjög ánægðir með þessa viðbót, við vorum nýbúin að taka húsið í gegn og láta mála það og þetta var bara eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Elín Vignisdóttir, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Frakki á ferðalagi skemmdarvargurinn, eða listamaðurinn Heiðurinn að verkinu á 25 ára gamall franskur myndlistarmaður sem notast við merkinguna Kraak-N og málar helst skrímsli í anda goðsagnakvikindisins Kraken. Kraken er upphaflega norræn goðsögn um ógurlegt sæskrímsli, rótgróin hjátrú á meðal sjómanna. Margir þekkja ófreskjuna úr Pirates of the Caribean.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af listamanninum á Instagram og hann var ekki til í viðtal undir nafni, enda segir hann fólk stundum ósátt við það bessaleyfi sem hann taki sér í sinni vinnu. Verkið er að hans sögn aðeins eitt af sjö sem hann gerði í stuttu fríi á landinu. Fór með vinum sínum að skoða fossa á daginn en stalst einn út á næturnar með listrænt erindi. Segist elska Reykjavík og kvaðst djúpt snortinn þegar fréttastofa greindi honum frá viðtökum íbúanna. „Mér finnst einmitt að mín list eigi heima í hversdagslífi fólks,“ skrifar listamaðurinn í svari sínu. „Það sem mér finnst best við furðuverurnar mínar er að þær horfast í augu við áhorfendur sína og gera hversdagsannirnar bærilegri, ekki síst á þessum tíma árs.“ Kraak-N biður blaðamann að koma því á framfæri við Íslendinga að hann sé boðinn og búinn að skreyta valda veggi í Reykjavík þegar hann kemur einhvern tímann aftur. Hann þurfi bara að fá lista af staðsetningum við komuna. View this post on Instagram A post shared by Kraak-N (@raakomodo) Fín vegglistaverk virðast hafa fælingarmátt gegn verri vegglistaverkum, hefðbundnu kroti. Eftir að vandað verk birtist á vegg í Háteigshverfi losnuðu íbúar við stanslaust ómarkvisst graff, eins og sýnt er í myndbandinu hér að ofan. Hið sama gerðist á Hofsvallagötu í Vesturbæ. Grindverk þar hafði frá ómunatíð verið þakið misvandaðri vitleysu en þegar Super Mario birtist þar komust íbúarnir að raun um að þegar mikið er lagt í vegglistaverk er það til þess fallið að fá aðra vegglistamenn til að halda að sér höndum í virðingarskyni við það sem fyrir er. Lögmál frumskógarins... Óþekktur listamaður snaraði þessu glæsilega verki óumbeðinn upp á endavegg bílskúrsraðarinnar hjá okkur í fyrrinótt. Held (og vona) að allir íbúar hússins séu jafnsátt og við. Ef svo (ólíklega kannski) vill til að hann/hún sé á forritinu - þá bara bestu þakkir fyrir! pic.twitter.com/GOGo6ekzka— Finnur Þór Vilhjálmsson (@FinnurV) November 28, 2021 Reykjavík Myndlist Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48 Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Undravera af kolkrabbaætt tók sér bólfestu á húsveggnum í vikunni. Þegar íbúi sem fréttastofa ræddi við frétti af graffinu hjá syni sínum rauk hann upp og ætlaði að fara að mála yfir það. En þegar hann kom á staðinn var hann frá sér numinn af hrifningu. Það er bara svo flott. Stöð 2 skoðaði vegginn og ræddi við íbúa á staðnum í dag. Einnig var staldrað við önnur vegglistaverk bæjarins: „Ég held að flestir séu bara jákvæðir. Það var umræða í hópnum og flestir voru bara mjög ánægðir með þessa viðbót, við vorum nýbúin að taka húsið í gegn og láta mála það og þetta var bara eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Elín Vignisdóttir, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Frakki á ferðalagi skemmdarvargurinn, eða listamaðurinn Heiðurinn að verkinu á 25 ára gamall franskur myndlistarmaður sem notast við merkinguna Kraak-N og málar helst skrímsli í anda goðsagnakvikindisins Kraken. Kraken er upphaflega norræn goðsögn um ógurlegt sæskrímsli, rótgróin hjátrú á meðal sjómanna. Margir þekkja ófreskjuna úr Pirates of the Caribean.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af listamanninum á Instagram og hann var ekki til í viðtal undir nafni, enda segir hann fólk stundum ósátt við það bessaleyfi sem hann taki sér í sinni vinnu. Verkið er að hans sögn aðeins eitt af sjö sem hann gerði í stuttu fríi á landinu. Fór með vinum sínum að skoða fossa á daginn en stalst einn út á næturnar með listrænt erindi. Segist elska Reykjavík og kvaðst djúpt snortinn þegar fréttastofa greindi honum frá viðtökum íbúanna. „Mér finnst einmitt að mín list eigi heima í hversdagslífi fólks,“ skrifar listamaðurinn í svari sínu. „Það sem mér finnst best við furðuverurnar mínar er að þær horfast í augu við áhorfendur sína og gera hversdagsannirnar bærilegri, ekki síst á þessum tíma árs.“ Kraak-N biður blaðamann að koma því á framfæri við Íslendinga að hann sé boðinn og búinn að skreyta valda veggi í Reykjavík þegar hann kemur einhvern tímann aftur. Hann þurfi bara að fá lista af staðsetningum við komuna. View this post on Instagram A post shared by Kraak-N (@raakomodo) Fín vegglistaverk virðast hafa fælingarmátt gegn verri vegglistaverkum, hefðbundnu kroti. Eftir að vandað verk birtist á vegg í Háteigshverfi losnuðu íbúar við stanslaust ómarkvisst graff, eins og sýnt er í myndbandinu hér að ofan. Hið sama gerðist á Hofsvallagötu í Vesturbæ. Grindverk þar hafði frá ómunatíð verið þakið misvandaðri vitleysu en þegar Super Mario birtist þar komust íbúarnir að raun um að þegar mikið er lagt í vegglistaverk er það til þess fallið að fá aðra vegglistamenn til að halda að sér höndum í virðingarskyni við það sem fyrir er. Lögmál frumskógarins... Óþekktur listamaður snaraði þessu glæsilega verki óumbeðinn upp á endavegg bílskúrsraðarinnar hjá okkur í fyrrinótt. Held (og vona) að allir íbúar hússins séu jafnsátt og við. Ef svo (ólíklega kannski) vill til að hann/hún sé á forritinu - þá bara bestu þakkir fyrir! pic.twitter.com/GOGo6ekzka— Finnur Þór Vilhjálmsson (@FinnurV) November 28, 2021
Reykjavík Myndlist Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48 Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48
Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum