Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. nóvember 2021 21:31 Sigurður Ingi segir samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa gengið illa síðast. Stöð 2 Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið. Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira