„Dauðinn var orðinn rosalega vingjarnlegur“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 30. nóvember 2021 10:30 Tryggvi setti ávallt upp grímu og þóttist vera sá skemmtilegi og hressi, en á sama tíma leið honum hræðilega. Tryggvi Rafnsson er leikari sem á undanförnum árum hefur unnið mikið sem skemmtikraftur og veislustjóri og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar hann lék forseta Íslands í áramótaskaupinu fyrir nokkrum árum. Tryggvi er vinamargur og flestum að góðu kunnur fyrir glaðværð og jákvæðni. En á dögunum opinberaði hann á listasýningu textamyndir sem sýndu hugsanir hans og tilfinningar frá tímabili þegar hann var djúpt sokkinn í vanlíðan og kvíða. Tryggvi lagðist inn á geðdeild fyrr á þessu ári þegar hann náði algjörum botni tilveru sinnar eftir margra ára baráttu við alvarlegt og lífshættulegt þunglyndi. „Ég skrifa textana þegar ég er rosalega veikur og í mjög veiku ástandi. Þegar ég byrja að skrifa í byrjun ársins 2020 þá finnst mér eins og ég sé algjörlega að missa tökin. Ég einhvern veginn finn þá lausn að setjast niður og skrifa og koma hugsununum út. Það hjálpaði mér að gera það. Svo held ég því áfram. Mig langaði að sýna fólki að það er hægt að tala um þetta,“ segir Tryggvi. Frosti Logason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2. Faldi mig Tryggvi segir að lengst framan af hafi allt verið með felldu hjá honum. Hann hafi alist upp á góðu heimili og átt góða æsku þar sem hann stundaði íþróttir og félagslíf af kappi. Hann var iðulega hrókur alls fagnaðar og endaði til að mynda sem oddviti nemendafélagsins í Flensborg og allt virtist þá í miklum blóma. Síðar hélt Tryggvi utan til Englands þar sem hann lærði leiklist í hinum virta Rose Bruford leiklistarskóla í London. Og þó að Tryggvi geri sér grein fyrir því í dag að hann hafi örugglega verið að eiga við einhverskonar þunglyndi frá unglingsárunum þá var það í raun ekki fyrr enn hann kom heim úr leiklistarnáminu sem hann fór að taka eftir þessu sjálfur. „Ég fór mikið út á lífið á þessum tíma og faldi mig bara í því að vera glaður. Að fara út og skemmta mér og skemmta öðrum. Ég var alltaf trúðurinn en ég man að mér leið aldrei vel og alltaf bara týndur, algjörlega. Ég fer að finna fyrir þessum djúpu lægðum sem ég fór í og einhvern veginn enda ég í öngstræti og bara kominn út í móa.“ Tryggvi segist gera sér grein fyrir því að það sé erfitt fyrir þá sem ekki glíma við þunglyndi að ímynda sér hvernig það er að standa í þeim sporum. Enda sé erfitt að lýsa þessu ástandi. En þar sem Tryggvi sé kominn á betri stað í dag segist hann sjá þetta í baksýnisspeglinum þannig að hann hafi í raun upplifað sig algjörlega tóman, hann hafi ekki verið sorgmæddur eða leiður, en honum hafi bara liðið illa og einhvern aldrei náð utan um sjálfan sig eða hugsanir sínar. Vissi að þetta væri ekki rétt „Ég var farinn að finna að það var eitthvað að, það væri eitthvað ekki rétt. Ég talaði ekkert um það og sagði engum frá þessu. Konan mín og fjölskyldan mín urðu vör við þetta og örugglega ekkert sérstakt að búa með mér í þessu ástandi. Svo kannski þarf ég að fara út í búð og þá setur maður upp svona smá leikþátt. Ég vissi alltaf að þetta var ekki rétt, ég var ekki að segja satt og vissi að ég þyrfti að fá hjálp.“ Tryggvi segist oft á tíðum hafa bara verið rúmliggjandi heilu dagana. Hann hafi þá ekki viljað tala við neinn en vissi samt ekkert út af hverju. Þó að ekkert sérstakt hefði komið upp á þá leið honum bara þannig að hann vildi ekki eiga samskipti við fólk. Tryggvi segir þetta hafa verið mjög erfiðan tíma. „Eitt dæmi sem ég get tekið er að ég ligg upp í rúmi og er að bylta mér, hvílist ekkert og langar bara gjörsamlega að hverfa. Ég ligg til svona fjögur eða fimm um daginn, fer á hnefanum í sturtu og fer í lengstu sturtu sem ég get farið í því mig langaði ekki úr henni og langaði ekki að feisa heiminn og horfa framan í fólk því þá þurfti ég að fara þykjast. Svo klæði ég mig í jakkaföt og fer síðan að veislustýra þúsund manna árshátíð í Vodafone-höllinni og geri það frábærlega, en það var ekki ég.“ Hugsaði um að lenda í slysi Hann segist þannig hafa iðulega sett upp einhverskonar grímu þegar hann fór út að skemmta. Hann hafi gert það í mörg ár en inn á milli hafi hann þó alveg átt góð kvöld þar sem honum leið alls ekkert illa. Þunglyndið virðist nefnilega koma í bylgjum segir Tryggvi en þegar verst lét hugsaði hann stundum þegar hann lagðist á koddann að sennilega yrði bara best ef hann mundi ekkert vakna daginn eftir. Hann mundi bara hverfa og allir aðrir héldu áfram með sitt. Tryggvi viðurkennir að þetta séu að vissu leyti það sem í daglegu máli kallast sjálfsvígshugsanir. „Ég hugsaði aldrei þannig að ég myndi gera mér eitthvað sjálfur. Aldrei nokkur tímann hugsaði ég með mér að það myndi einhver þurfa koma að mér eða fólk myndi vakna einn daginn og að Tryggvi hefði tekið sitt eigið líf. En ég var með allskonar lausnir á því að lenda í slysi og hvernig ég gæti horfið og það yrði slys. Þá hefði allur minn sársauki farið með mér. Það er alveg ótrúlega erfitt að hugsa svona en mér finnst mikilvægt að tala um þetta. Eins og ég skrifa í einum textanum mínu, dauðinn var orðinn rosalega vingjarnlegur. Það hræddi mig ekkert að deyja, að fara. Ég vissi að það væri vitlaust og það hræddi mig að fara.“ Tryggvi segir að í byrjun síðasta árs hafi hann verið komin í það mikið öngstræti að eiginkona hans hafi einfaldlega bara skipað honum að fara til sálfræðings. Hann féllst á það og eftir sirka þriggja mánaða sálfræðimeðferð fór Tryggva að líða betur, að hann hélt. Hann taldi sig vera kominn á betri stað þegar næsti skellur skall á en þegar Covid faraldurinn fór að láta á sér kræla missti Tryggvi eins og margir aðrir skemmtikraftar vinnuna sína. Tryggvi fór smám saman aftur að einangra sig en gerði sér á sama tíma ekki grein fyrir hvaða áhrif það hefði á hann. Síðan gerðist það eitt kvöldið að Tryggvi fór með félaga sínum að horfa á fótboltaleik. Það átti eftir að enda með því að Tryggvi brotnaði algjörlega niður þar sem hann var einn á gangi á leiðinni heim til sín. „Ég bara hugsa á þeim tíma að ég get ekki meir. Ef ég fæ ekki hjálp núna þá er þetta búið. Ég get ekki barist í þessu lengur.“ Faðir Tryggva tók málin í eigin hendur. Tryggvi hringdi í föður sinn þar sem hann sat á einhverri gangstétt í Hafnarfirði, aðframkominn á sálinni, og sagðist einfaldlega verða að fá hjálp. Það varð þá úr að þeir feðgar fóru saman niður á geðdeild og báðu um að fá innlögn en fengu þau svör að þar væri allt fullt. Þar væri því miður enga hjálp að fá. Þá fóru þeir niður á bráðamóttöku en Tryggvi segist einnig hafa mætt litlum skilningi þar þegar ungur læknir sagði honum að hann þyrfti bara að róa sig niður. „Ég var bara heppinn að pabbi minn var með mér og hann nær að tala þetta allt til. Þá kemur loksins geðlæknir og talar við mig og leggur það til í kjölfarið að ég sé lagður inn strax. Þá fæ ég loksins innlögn á geðdeild.“ Tryggvi segir að það að komast inn á geðdeild hafi verið ákveðinn vendipunktur fyrir sig. Þar hafi honum loksins fundist hann vera að fá einhverja hjálp og það sem meira var, hann var fús til að þiggja hana. Eftir tæpa vikudvöl á geðdeildinni fékk Tryggvi síðan að fara í eftirfylgni á geðsviði Landspítalans og eftir það kynntist hann svo sálfræðingnum Þorsteini Guðmundssyni. En með honum hefur hann verið í mikilli sjálfsvinnu allar götur síðan. Tryggvi segir að sálfræðitímarnir hafi í hans tilfelli verið algjör lífsbjörg vegna þess að þar fékk hann verkfærin sem hann þurfti til að takast á við veikindi sín. Hann segist núna vera á allt öðrum og miklu betri stað heldur en hann var fyrir ári síðan. Og þegar hann fór að komast upp úr hyldýpi þunglyndisins fann hann að hann langaði til að ræða þessi mál opinskátt og miðla reynslu sinni. Áfram. Hugmyndin með listsýningunni í Litla Gallerý var einmitt hugsuð til að fá fólk til að ræða þessi mál segir Tryggvi og fá umræðuna meira upp á yfirborðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Ísland í dag Geðheilbrigði Leikhús Tengdar fréttir Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum „Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði. 9. nóvember 2021 11:31 Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Tryggvi er vinamargur og flestum að góðu kunnur fyrir glaðværð og jákvæðni. En á dögunum opinberaði hann á listasýningu textamyndir sem sýndu hugsanir hans og tilfinningar frá tímabili þegar hann var djúpt sokkinn í vanlíðan og kvíða. Tryggvi lagðist inn á geðdeild fyrr á þessu ári þegar hann náði algjörum botni tilveru sinnar eftir margra ára baráttu við alvarlegt og lífshættulegt þunglyndi. „Ég skrifa textana þegar ég er rosalega veikur og í mjög veiku ástandi. Þegar ég byrja að skrifa í byrjun ársins 2020 þá finnst mér eins og ég sé algjörlega að missa tökin. Ég einhvern veginn finn þá lausn að setjast niður og skrifa og koma hugsununum út. Það hjálpaði mér að gera það. Svo held ég því áfram. Mig langaði að sýna fólki að það er hægt að tala um þetta,“ segir Tryggvi. Frosti Logason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2. Faldi mig Tryggvi segir að lengst framan af hafi allt verið með felldu hjá honum. Hann hafi alist upp á góðu heimili og átt góða æsku þar sem hann stundaði íþróttir og félagslíf af kappi. Hann var iðulega hrókur alls fagnaðar og endaði til að mynda sem oddviti nemendafélagsins í Flensborg og allt virtist þá í miklum blóma. Síðar hélt Tryggvi utan til Englands þar sem hann lærði leiklist í hinum virta Rose Bruford leiklistarskóla í London. Og þó að Tryggvi geri sér grein fyrir því í dag að hann hafi örugglega verið að eiga við einhverskonar þunglyndi frá unglingsárunum þá var það í raun ekki fyrr enn hann kom heim úr leiklistarnáminu sem hann fór að taka eftir þessu sjálfur. „Ég fór mikið út á lífið á þessum tíma og faldi mig bara í því að vera glaður. Að fara út og skemmta mér og skemmta öðrum. Ég var alltaf trúðurinn en ég man að mér leið aldrei vel og alltaf bara týndur, algjörlega. Ég fer að finna fyrir þessum djúpu lægðum sem ég fór í og einhvern veginn enda ég í öngstræti og bara kominn út í móa.“ Tryggvi segist gera sér grein fyrir því að það sé erfitt fyrir þá sem ekki glíma við þunglyndi að ímynda sér hvernig það er að standa í þeim sporum. Enda sé erfitt að lýsa þessu ástandi. En þar sem Tryggvi sé kominn á betri stað í dag segist hann sjá þetta í baksýnisspeglinum þannig að hann hafi í raun upplifað sig algjörlega tóman, hann hafi ekki verið sorgmæddur eða leiður, en honum hafi bara liðið illa og einhvern aldrei náð utan um sjálfan sig eða hugsanir sínar. Vissi að þetta væri ekki rétt „Ég var farinn að finna að það var eitthvað að, það væri eitthvað ekki rétt. Ég talaði ekkert um það og sagði engum frá þessu. Konan mín og fjölskyldan mín urðu vör við þetta og örugglega ekkert sérstakt að búa með mér í þessu ástandi. Svo kannski þarf ég að fara út í búð og þá setur maður upp svona smá leikþátt. Ég vissi alltaf að þetta var ekki rétt, ég var ekki að segja satt og vissi að ég þyrfti að fá hjálp.“ Tryggvi segist oft á tíðum hafa bara verið rúmliggjandi heilu dagana. Hann hafi þá ekki viljað tala við neinn en vissi samt ekkert út af hverju. Þó að ekkert sérstakt hefði komið upp á þá leið honum bara þannig að hann vildi ekki eiga samskipti við fólk. Tryggvi segir þetta hafa verið mjög erfiðan tíma. „Eitt dæmi sem ég get tekið er að ég ligg upp í rúmi og er að bylta mér, hvílist ekkert og langar bara gjörsamlega að hverfa. Ég ligg til svona fjögur eða fimm um daginn, fer á hnefanum í sturtu og fer í lengstu sturtu sem ég get farið í því mig langaði ekki úr henni og langaði ekki að feisa heiminn og horfa framan í fólk því þá þurfti ég að fara þykjast. Svo klæði ég mig í jakkaföt og fer síðan að veislustýra þúsund manna árshátíð í Vodafone-höllinni og geri það frábærlega, en það var ekki ég.“ Hugsaði um að lenda í slysi Hann segist þannig hafa iðulega sett upp einhverskonar grímu þegar hann fór út að skemmta. Hann hafi gert það í mörg ár en inn á milli hafi hann þó alveg átt góð kvöld þar sem honum leið alls ekkert illa. Þunglyndið virðist nefnilega koma í bylgjum segir Tryggvi en þegar verst lét hugsaði hann stundum þegar hann lagðist á koddann að sennilega yrði bara best ef hann mundi ekkert vakna daginn eftir. Hann mundi bara hverfa og allir aðrir héldu áfram með sitt. Tryggvi viðurkennir að þetta séu að vissu leyti það sem í daglegu máli kallast sjálfsvígshugsanir. „Ég hugsaði aldrei þannig að ég myndi gera mér eitthvað sjálfur. Aldrei nokkur tímann hugsaði ég með mér að það myndi einhver þurfa koma að mér eða fólk myndi vakna einn daginn og að Tryggvi hefði tekið sitt eigið líf. En ég var með allskonar lausnir á því að lenda í slysi og hvernig ég gæti horfið og það yrði slys. Þá hefði allur minn sársauki farið með mér. Það er alveg ótrúlega erfitt að hugsa svona en mér finnst mikilvægt að tala um þetta. Eins og ég skrifa í einum textanum mínu, dauðinn var orðinn rosalega vingjarnlegur. Það hræddi mig ekkert að deyja, að fara. Ég vissi að það væri vitlaust og það hræddi mig að fara.“ Tryggvi segir að í byrjun síðasta árs hafi hann verið komin í það mikið öngstræti að eiginkona hans hafi einfaldlega bara skipað honum að fara til sálfræðings. Hann féllst á það og eftir sirka þriggja mánaða sálfræðimeðferð fór Tryggva að líða betur, að hann hélt. Hann taldi sig vera kominn á betri stað þegar næsti skellur skall á en þegar Covid faraldurinn fór að láta á sér kræla missti Tryggvi eins og margir aðrir skemmtikraftar vinnuna sína. Tryggvi fór smám saman aftur að einangra sig en gerði sér á sama tíma ekki grein fyrir hvaða áhrif það hefði á hann. Síðan gerðist það eitt kvöldið að Tryggvi fór með félaga sínum að horfa á fótboltaleik. Það átti eftir að enda með því að Tryggvi brotnaði algjörlega niður þar sem hann var einn á gangi á leiðinni heim til sín. „Ég bara hugsa á þeim tíma að ég get ekki meir. Ef ég fæ ekki hjálp núna þá er þetta búið. Ég get ekki barist í þessu lengur.“ Faðir Tryggva tók málin í eigin hendur. Tryggvi hringdi í föður sinn þar sem hann sat á einhverri gangstétt í Hafnarfirði, aðframkominn á sálinni, og sagðist einfaldlega verða að fá hjálp. Það varð þá úr að þeir feðgar fóru saman niður á geðdeild og báðu um að fá innlögn en fengu þau svör að þar væri allt fullt. Þar væri því miður enga hjálp að fá. Þá fóru þeir niður á bráðamóttöku en Tryggvi segist einnig hafa mætt litlum skilningi þar þegar ungur læknir sagði honum að hann þyrfti bara að róa sig niður. „Ég var bara heppinn að pabbi minn var með mér og hann nær að tala þetta allt til. Þá kemur loksins geðlæknir og talar við mig og leggur það til í kjölfarið að ég sé lagður inn strax. Þá fæ ég loksins innlögn á geðdeild.“ Tryggvi segir að það að komast inn á geðdeild hafi verið ákveðinn vendipunktur fyrir sig. Þar hafi honum loksins fundist hann vera að fá einhverja hjálp og það sem meira var, hann var fús til að þiggja hana. Eftir tæpa vikudvöl á geðdeildinni fékk Tryggvi síðan að fara í eftirfylgni á geðsviði Landspítalans og eftir það kynntist hann svo sálfræðingnum Þorsteini Guðmundssyni. En með honum hefur hann verið í mikilli sjálfsvinnu allar götur síðan. Tryggvi segir að sálfræðitímarnir hafi í hans tilfelli verið algjör lífsbjörg vegna þess að þar fékk hann verkfærin sem hann þurfti til að takast á við veikindi sín. Hann segist núna vera á allt öðrum og miklu betri stað heldur en hann var fyrir ári síðan. Og þegar hann fór að komast upp úr hyldýpi þunglyndisins fann hann að hann langaði til að ræða þessi mál opinskátt og miðla reynslu sinni. Áfram. Hugmyndin með listsýningunni í Litla Gallerý var einmitt hugsuð til að fá fólk til að ræða þessi mál segir Tryggvi og fá umræðuna meira upp á yfirborðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Ísland í dag Geðheilbrigði Leikhús Tengdar fréttir Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum „Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði. 9. nóvember 2021 11:31 Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum „Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði. 9. nóvember 2021 11:31
Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30