Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2021 17:11 Aðeins einn árgangur er eftir í byggingu Hagaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Í gærkvöldi kom í ljós að mygla væri til staðar í hluta Hagaskóla sem hýsir níunda bekk og féll kennsla árgangsins því niður í dag. Strax og málið kom upp var leitað að nýjum stað fyrir bekkinn en kennsla mun hefjast strax á morgun í Hagaskóla. Verður bekkurinn þar fram að jólum. Fyrr í mánuðinum fannst mygla í álmu áttunda bekkjar og fer kennsla þeirra nú fram á Hótel Sögu. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla segir líðan nemenda góða þrátt fyrir allt. „Auðvitað er svolítið sérstakt að vera í Hagaskóla akkúrat í dag, það er einn árgangur úti á Hótel Sögu og það er einn árgangur heima í dag,“ segir Ingibjörg. „Hér eru rúmlega 600 nemendur í húsi að öllu jöfnu en aðeins 200 í dag, þannig það er ólíkt því sem er að öllu jöfnu.“ Eftir að mygla kom upp í álmu áttunda bekkjar var allt húsnæðið tekið til skoðunar. Við það kom einnig í ljós að rakaskemmdir hafi fundist í álmu tíunda bekkjar og segir Ingibjörg ekki útilokað að mygla leynist einnig þar. Verkfræðistofan Efla vinnur nú að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu. Að sögn Ingibjargar er ómögulegt að segja hversu langan tíma endurbætur muni taka og hversu langt þurfi að ganga. „Þetta er bara svo nýskeð að það þarf bara aðeins lengri tíma til að átta sig á því. Niðurstöður um níunda bekkinn komu bara í ljós í gær. Þannig það er verið að bregðast strax við og síðan verður farið í að finna einhverja lausn til lengri tíma, ef þess þarf,“ segir Ingibjörg. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36 Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Í gærkvöldi kom í ljós að mygla væri til staðar í hluta Hagaskóla sem hýsir níunda bekk og féll kennsla árgangsins því niður í dag. Strax og málið kom upp var leitað að nýjum stað fyrir bekkinn en kennsla mun hefjast strax á morgun í Hagaskóla. Verður bekkurinn þar fram að jólum. Fyrr í mánuðinum fannst mygla í álmu áttunda bekkjar og fer kennsla þeirra nú fram á Hótel Sögu. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla segir líðan nemenda góða þrátt fyrir allt. „Auðvitað er svolítið sérstakt að vera í Hagaskóla akkúrat í dag, það er einn árgangur úti á Hótel Sögu og það er einn árgangur heima í dag,“ segir Ingibjörg. „Hér eru rúmlega 600 nemendur í húsi að öllu jöfnu en aðeins 200 í dag, þannig það er ólíkt því sem er að öllu jöfnu.“ Eftir að mygla kom upp í álmu áttunda bekkjar var allt húsnæðið tekið til skoðunar. Við það kom einnig í ljós að rakaskemmdir hafi fundist í álmu tíunda bekkjar og segir Ingibjörg ekki útilokað að mygla leynist einnig þar. Verkfræðistofan Efla vinnur nú að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu. Að sögn Ingibjargar er ómögulegt að segja hversu langan tíma endurbætur muni taka og hversu langt þurfi að ganga. „Þetta er bara svo nýskeð að það þarf bara aðeins lengri tíma til að átta sig á því. Niðurstöður um níunda bekkinn komu bara í ljós í gær. Þannig það er verið að bregðast strax við og síðan verður farið í að finna einhverja lausn til lengri tíma, ef þess þarf,“ segir Ingibjörg.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36 Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12
Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36
Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22