Öryggi vinnustaða: „Er svolítið eins og með fegurðina, þetta þarf að koma innan frá“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. desember 2021 07:00 Helgi Haraldsson er öryggisvörður á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur starfað að öryggismálum vinnustaða í um þrjátíu ár. Hann segir margt hafa breyst til batnaðar frá því að hann byrjaði. Lengi vel hafi menn litið öryggi starfsmanna eins og mál Vinnueftirlitsins en í dag væru vinnustaðir meðvitaðir um sína eigin ábyrgð. ,,Þetta er svolítið eins og með fegurðina, þetta þarf að koma innan frá,“ segir Helgi. Helgi Haraldsson öryggistjóri Sjúkrahússins á Akureyri hefur starfað við öryggismál vinnustaða frá árinu 1987. Helgi segir margt hafa breyst til batnaðar síðan þá. „Hérna áður fyrr var svolítið litið þannig á að þetta væri bara mál Vinnueftirlitsins en í dag eru fyrirtækin miklu meðvitaðri um að ábyrgðin er þeirra. Þetta er svolítið eins og með fegurðina, þetta þarf að koma innan frá,“ segir Helgi. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um vinnuvernd, þar á meðal um mikilvægi öryggismála. Að keyra bíl er áhættumat (ómeðvitað) Það kann að hljóma fræðilega að vinnustaðir þurfi reglulega að gera áhættumat á aðstæðum og öryggi starfsmanna. Helgi segir áhættumat þó ekki flókið fyrirbæri. Í reynd séum við öll að framkvæma alls kyns áhættumat alla daga. „Það að keyra bíl er til dæmis ekkert annað en stöðugt áhættumat, bara ómeðvitað.“ Hann segir að sem betur fer hafi viðhorf vinnustaða til öryggismála breyst verulega og telur sjálfur að það mögulega tengist þeirri heilsubylgju sem er í gangi. „Í dag eru allir að borða hollt og hreyfa sig og passa heilsuna og það passar ekki við að vera að vinna í aðstæðum sem skemma heilsuna.“ Helgi segir áhættumatið mögulega vera það sem fyrirtækin vantaði á sínum tíma. Það sé þó í dag orðið þekkt og aðgengilegt verkfæri. Brennandi áhugi á öryggismálum Eins og áður segir er Helgi búsettur á Akureyri þar sem hann starfar sem öryggisstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Helgi lærði járnsmíði í Slippnum á Akureyri á sínum tíma en síðar tæknifræði í Danmörku. „Á meðan ég var í Danmörku var mikil umræða um vinnuvernd og öryggismál og eins hafði ég upplifað sem iðnaðarmaður að margt mátti bæta varðandi þetta. Þó var Slippurinn að mörgu leyti góður vinnustaður og framarlega í öryggismálum, var til dæmis eitt af fáum fyrirtækjum sem var með öryggisstjóra sem var ekki algengt á þeim tíma. Það er algengara í dag.“ Í náminu kviknaði sá áhugi Helga að starfa að öryggismálum. Hann segist því hafa herjað á Vinnueftirlitið að ráða sig í starf eftir nám, einfaldlega vegna þess að þeir voru helst sá aðili sem var að vinna í öryggismálum. Hjá Vinnueftirlitinu byrjaði Helgi sem umdæmistæknifræðingur á Norðurlandi eystra árið 1987 og skömmu síðar tók hann við sem umdæmisstjóri. Þá var hann hjá Verkfræðistofunni Hnit í nokkur ár þar sem hann vann í öryggismálum. Eftir þann tíma fór Helgi aftur að starfa hjá Vinnueftirlitinu, þá sem deildarstjóri tæknideildar 2009. „En eins og vill gerast í löngum „hjónaböndum“ þá þróast menn í mismunandi áttir og ég hætti hjá Vinnueftirlitinu 2015 eftir að hafa verið þar í rúman aldarfjórðung. Hef síðan 2015 starfað að öryggis- og gæðamálum hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og líkar það vel.“ Helgi hefur haft brennandi áhuga á öryggismálum frá því að hann var í námi í Danmörku á níunda áratug síðustu aldar. Hann segir áhættumat á vinnustöðum mjög mikilvægt og í raun ekkert flókið því sjálf erum við að gera áhættumat oft á dag í daglegu lífi. Til dæmis er það að keyra bíl ekkert nema áhættumat, en ómeðvitað. „Þetta reddast….!“ (eða ekki) Helgi segir að þegar hann er að tala um öryggismálin þá sé hann að tala um öryggi og vinnuvernd. „Það er því allt undir, allt í starfsumhverfinu.“ Helgi var einn fyrirlesara á afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins sem haldin var fyrir stuttu. Yfirskrift erindis Helga var „Þetta reddast….!“ Já ég kallaði innleggið „Þetta reddast....!“ sem á náttúrulega engan veginn við þegar verið er að tala um öryggismál. Enda kom fram í lokin að já þetta geti reddast en bara ef unnið er í málunum,“ segir Helgi. Hann segir Íslendinga gjarna á að hugsa sem svo að hlutirnir reddist af sjálfu sér. Hið rétta er að þegar kemur að öryggismálum, ætti fólk frekar að styðjast við orðatiltæki eins og „Hver er sinnar gæfu smiður.“ Sem dæmi tekur hann stöðu Sjúkrahússins á Akureyri á tímum heimsfaraldurs. Þar var fyrir nokkrum árum síðan, og reyndar fyrir tíma Helga þar, tekin ákvörðun um að fara í alþjóðlega gæðavottun. Sem þó þótti nokkuð djarft á þeim tíma. Síðan þá, er Sjúkrahúsið á Akureyri komið með nokkrar vottanir sem allar hafa hjálpað til í öryggismálum því að gæði og öryggismál eru nátengd og fyrirtæki komast því ekki í gegnum vottun nema að öryggismálin séu sett á oddinn. „Þetta hefur kostað mikla vinnu en hefur líka skilað okkur miklu. Held til dæmis að við hefðum ekki komist eins vel í gegnum Covid tímann ef við hefðum ekki farið í gegnum þetta síðustu árin.“ Að sögn Helga, þýðir þetta að vinnustaðir sem vilja tryggja að öryggismálin séu í góðu lagi og í sífelldu endurmati, geta horft á vottanir sem leið til að tryggja það. Fyrst og fremst snúist þetta þó um að vinna vel að áhættumatinu á vinnustaðnum. „Ef áhættumatið er unnið rétt og ef menn nýta viðvaranirnar þá eru menn á réttri leið.“ Hvað áttu við með að nýta viðvarirnar? „Við erum alltaf að lenda í því að eitthvað gerist og okkur bregður eða við gerum okkur grein fyrir að þarna hefði getað farið illa. Þetta gerist í umferðinni, í vinnunni og heima hjá okkur. Okkur bregður og við sjáum að þarna hefði getað farið illa en við vorum heppin og sluppum með skrekkinn,“ segir Helgi en bætir við: En þá er það líka okkar að taka eitt skref aftur á bak og skoða eða velta fyrir okkur hvað gerðist og hvernig við ætlum að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ef ekki, ef við breytum engu, þá gerist þetta aftur og þá er ekki víst að við verðum aftur svona heppin.“ Helgi segir það sama eigi við um vinnustaði. Ef það koma upp atvik, óhöpp eða slys, þarf strax að ná utan um það hvernig hægt er að fyrirbyggja að það sama gerist aftur. „Ef engu er breytt þá gerist þetta aftur og jafnvel með alvarlegri afleiðingum.“ Það sama segir Helga eiga við um vinnuvernd almennt. „Ef starfsmaður finnur fyrir óþægindum á vinnustað þá má ekki hunsa það, jafnvel þó aðrir starfsmenn finni ekki fyrir neinu. Við erum misnæm og það þarf frekar að líta á þennan eina sem ,,reykskynjara“. Ef við tökum ekki mark á „reykskynjaranum“ og skoðum málið og fjarlægjum orsökina þá er allt eins líklegt að aðrir fái sömu einkenni, þeir eru bara ekki eins næmir og þola þetta lengur. Svo má búast við að það séu hlutir í kringum okkur sem hafa langtíma áhrif á okkur þó þau hafi ekki komið fram ennþá.“ Hvað áttu við með því? „Þekkingin er bara eins og hún er í dag, í desember 2021. Eftir tíu ár eigum við örugglega eftir að líta aftur til dagsins í dag og hugsa með okkur, vá hvað við vorum vitlaus, þetta var stór skaðlegt...! svarar Helgi og bætir við: „En þangað til er bara að setja upp gott og lifandi áhættumat og að nýta viðvaranirnar. Það er allavega góð byrjun.“ Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stjórnun Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hérna áður fyrr var svolítið litið þannig á að þetta væri bara mál Vinnueftirlitsins en í dag eru fyrirtækin miklu meðvitaðri um að ábyrgðin er þeirra. Þetta er svolítið eins og með fegurðina, þetta þarf að koma innan frá,“ segir Helgi. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um vinnuvernd, þar á meðal um mikilvægi öryggismála. Að keyra bíl er áhættumat (ómeðvitað) Það kann að hljóma fræðilega að vinnustaðir þurfi reglulega að gera áhættumat á aðstæðum og öryggi starfsmanna. Helgi segir áhættumat þó ekki flókið fyrirbæri. Í reynd séum við öll að framkvæma alls kyns áhættumat alla daga. „Það að keyra bíl er til dæmis ekkert annað en stöðugt áhættumat, bara ómeðvitað.“ Hann segir að sem betur fer hafi viðhorf vinnustaða til öryggismála breyst verulega og telur sjálfur að það mögulega tengist þeirri heilsubylgju sem er í gangi. „Í dag eru allir að borða hollt og hreyfa sig og passa heilsuna og það passar ekki við að vera að vinna í aðstæðum sem skemma heilsuna.“ Helgi segir áhættumatið mögulega vera það sem fyrirtækin vantaði á sínum tíma. Það sé þó í dag orðið þekkt og aðgengilegt verkfæri. Brennandi áhugi á öryggismálum Eins og áður segir er Helgi búsettur á Akureyri þar sem hann starfar sem öryggisstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Helgi lærði járnsmíði í Slippnum á Akureyri á sínum tíma en síðar tæknifræði í Danmörku. „Á meðan ég var í Danmörku var mikil umræða um vinnuvernd og öryggismál og eins hafði ég upplifað sem iðnaðarmaður að margt mátti bæta varðandi þetta. Þó var Slippurinn að mörgu leyti góður vinnustaður og framarlega í öryggismálum, var til dæmis eitt af fáum fyrirtækjum sem var með öryggisstjóra sem var ekki algengt á þeim tíma. Það er algengara í dag.“ Í náminu kviknaði sá áhugi Helga að starfa að öryggismálum. Hann segist því hafa herjað á Vinnueftirlitið að ráða sig í starf eftir nám, einfaldlega vegna þess að þeir voru helst sá aðili sem var að vinna í öryggismálum. Hjá Vinnueftirlitinu byrjaði Helgi sem umdæmistæknifræðingur á Norðurlandi eystra árið 1987 og skömmu síðar tók hann við sem umdæmisstjóri. Þá var hann hjá Verkfræðistofunni Hnit í nokkur ár þar sem hann vann í öryggismálum. Eftir þann tíma fór Helgi aftur að starfa hjá Vinnueftirlitinu, þá sem deildarstjóri tæknideildar 2009. „En eins og vill gerast í löngum „hjónaböndum“ þá þróast menn í mismunandi áttir og ég hætti hjá Vinnueftirlitinu 2015 eftir að hafa verið þar í rúman aldarfjórðung. Hef síðan 2015 starfað að öryggis- og gæðamálum hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og líkar það vel.“ Helgi hefur haft brennandi áhuga á öryggismálum frá því að hann var í námi í Danmörku á níunda áratug síðustu aldar. Hann segir áhættumat á vinnustöðum mjög mikilvægt og í raun ekkert flókið því sjálf erum við að gera áhættumat oft á dag í daglegu lífi. Til dæmis er það að keyra bíl ekkert nema áhættumat, en ómeðvitað. „Þetta reddast….!“ (eða ekki) Helgi segir að þegar hann er að tala um öryggismálin þá sé hann að tala um öryggi og vinnuvernd. „Það er því allt undir, allt í starfsumhverfinu.“ Helgi var einn fyrirlesara á afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins sem haldin var fyrir stuttu. Yfirskrift erindis Helga var „Þetta reddast….!“ Já ég kallaði innleggið „Þetta reddast....!“ sem á náttúrulega engan veginn við þegar verið er að tala um öryggismál. Enda kom fram í lokin að já þetta geti reddast en bara ef unnið er í málunum,“ segir Helgi. Hann segir Íslendinga gjarna á að hugsa sem svo að hlutirnir reddist af sjálfu sér. Hið rétta er að þegar kemur að öryggismálum, ætti fólk frekar að styðjast við orðatiltæki eins og „Hver er sinnar gæfu smiður.“ Sem dæmi tekur hann stöðu Sjúkrahússins á Akureyri á tímum heimsfaraldurs. Þar var fyrir nokkrum árum síðan, og reyndar fyrir tíma Helga þar, tekin ákvörðun um að fara í alþjóðlega gæðavottun. Sem þó þótti nokkuð djarft á þeim tíma. Síðan þá, er Sjúkrahúsið á Akureyri komið með nokkrar vottanir sem allar hafa hjálpað til í öryggismálum því að gæði og öryggismál eru nátengd og fyrirtæki komast því ekki í gegnum vottun nema að öryggismálin séu sett á oddinn. „Þetta hefur kostað mikla vinnu en hefur líka skilað okkur miklu. Held til dæmis að við hefðum ekki komist eins vel í gegnum Covid tímann ef við hefðum ekki farið í gegnum þetta síðustu árin.“ Að sögn Helga, þýðir þetta að vinnustaðir sem vilja tryggja að öryggismálin séu í góðu lagi og í sífelldu endurmati, geta horft á vottanir sem leið til að tryggja það. Fyrst og fremst snúist þetta þó um að vinna vel að áhættumatinu á vinnustaðnum. „Ef áhættumatið er unnið rétt og ef menn nýta viðvaranirnar þá eru menn á réttri leið.“ Hvað áttu við með að nýta viðvarirnar? „Við erum alltaf að lenda í því að eitthvað gerist og okkur bregður eða við gerum okkur grein fyrir að þarna hefði getað farið illa. Þetta gerist í umferðinni, í vinnunni og heima hjá okkur. Okkur bregður og við sjáum að þarna hefði getað farið illa en við vorum heppin og sluppum með skrekkinn,“ segir Helgi en bætir við: En þá er það líka okkar að taka eitt skref aftur á bak og skoða eða velta fyrir okkur hvað gerðist og hvernig við ætlum að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ef ekki, ef við breytum engu, þá gerist þetta aftur og þá er ekki víst að við verðum aftur svona heppin.“ Helgi segir það sama eigi við um vinnustaði. Ef það koma upp atvik, óhöpp eða slys, þarf strax að ná utan um það hvernig hægt er að fyrirbyggja að það sama gerist aftur. „Ef engu er breytt þá gerist þetta aftur og jafnvel með alvarlegri afleiðingum.“ Það sama segir Helga eiga við um vinnuvernd almennt. „Ef starfsmaður finnur fyrir óþægindum á vinnustað þá má ekki hunsa það, jafnvel þó aðrir starfsmenn finni ekki fyrir neinu. Við erum misnæm og það þarf frekar að líta á þennan eina sem ,,reykskynjara“. Ef við tökum ekki mark á „reykskynjaranum“ og skoðum málið og fjarlægjum orsökina þá er allt eins líklegt að aðrir fái sömu einkenni, þeir eru bara ekki eins næmir og þola þetta lengur. Svo má búast við að það séu hlutir í kringum okkur sem hafa langtíma áhrif á okkur þó þau hafi ekki komið fram ennþá.“ Hvað áttu við með því? „Þekkingin er bara eins og hún er í dag, í desember 2021. Eftir tíu ár eigum við örugglega eftir að líta aftur til dagsins í dag og hugsa með okkur, vá hvað við vorum vitlaus, þetta var stór skaðlegt...! svarar Helgi og bætir við: „En þangað til er bara að setja upp gott og lifandi áhættumat og að nýta viðvaranirnar. Það er allavega góð byrjun.“
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stjórnun Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
„Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00
Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00