Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. desember 2021 15:31 Hjónin Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur. Vísir/Egill Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill
Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira