Stór verkefni fyrir höndum og mörg ófyrirséð Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 19:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýja ríkisstjórn hennar ganga fulla að bjartsýni til verka. Mörg verkefni þurfi að fara í á kjörtímabilinu, bæði stór og smá, og mörg þeirra sagði Katrín vera ófyrirséð. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld þar sem hún fór yfir helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Katrín sagði Íslendinga búa að því að hafa getað nýtt styrk ríkisfjármálanna til að styðja við efnahaginn og afkomu heimila og fyrirtækja í faraldrinum. Það hefði skilað sér í kröftugri viðspyrnu hagkerfisins. „Atvinnuástandið hefur batnað hratt og horfur til framtíðar eru bjartari en áður. Þótt óvissan um framvindu faraldursins sé áfram talsverð höfum við lært æ betur að umgangast þetta ástand, þökk sé samstöðu þjóðarinnar og skilningi á því markmiði stjórnvalda að takmarka skaðann.“ Nú þyrfti að byggja upp hagkerfið og styrk ríkisfjármálanna að nýju með stuðningi við atvinnulífið, aukinni fjárfestingu í grænum verkefnum, rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Áhersla á samráð á vinnumarkaði Katrín sagði að áhersla yrði lögð á samráð við aðila vinnumarkaðarins með því markmiði að bæta lífskjör á landinu. „Við þurfum að vinna saman gegn því að samningar séu iðulega lausir mánuðum saman og ekki sé sest að samningaborðinu fyrr en samningar losna og bæta þannig vinnubrögð á vinnumarkaði.“ Forsætisráðherrann nefndi einni húsnæðismálin og sagði að þau yrðu samþætt við skipulags- og samgöngumál. Það yrði sífellt mikilvægara og ekki síst í ljósi loftslagsmála. Áfram verði rík áhersla lögð á að treysta húsnæðisöryggi með uppbyggingu og aðgerðum fyrir tekjulægri hópa, fatlaða og eldra fólki. Hún sagði að lengri lífaldur og fjölgun eldra fólks á næstu áratugum kalli á nýjar leiðir til að tryggja sem best lífsgæði. Ná þurfi betri sátt um lífeyriskerfið og gera fólki mögulegt að vera lengur virkt í leik og starfi. Endurskoða málefni örorkulífeyrisþega Einnig yrðu málefni örorkulífeyrisþega tekin til endurskoðunar með því markmiðið að bæta lífskjör þeirra. Katrín sagði að sérstaklega yrði horft til þess að bæta afkomu þeirra sem lakast stæðu og auka möguleika þeirra til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. „Ég legg á það þunga áherslu að við náum árangri í að rétta af stöðu örorkulífeyrisþega. Ríkisstjórnin mun jafnframt setja á fót nýja Mannréttindastofnun og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Katrín. Í stefnuræðunni talaði hún einnig um heilbrigðiskerfið og sagði að áhersla yrði lögð á að draga úr kostnaði sjúklinga og styrkja Landspítalann. Katrín sagði það sama um heilbrigðisstofnanir um landið og að geðheilbrigðisþjónusta yrði efld. Þá þakkaði hún þeim sem hafa staðið í framlínu baráttunnar við Covid-19. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Katrín sagði óumdeilanlegt að loftslagsváin væri stærsta áskorun samtímans. Ísland ætti að vera fremst meðal jafningja í loftslagsmálum og standa fast við skuldbindingar landsins gagnvart Parísarsamningum og gott betur. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar eiga að taka mið af því að Ísland verði lágkolefnishagkerfi sem nái kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2040. Í ræðunni sagði Katrín einnig að baráttan gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi yrði forgangsmál. Forvarnaáætlun yrði fylgt eftir af krafti og frumvarp til að bæta réttarstöðu brotaþola lagt aftur fyrir þingið. Einnig yrði unnið að sérstakri aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Áfram yrði haldið vinnu við endurskoðun laga um eignarrétt á landi og fasteignum. „Mikilvægi þess að stjórnvöld hafi stjórntæki þegar um er að ræða ráðstöfun á landi rennur upp fyrir æ fleirum enda ljóst að land mun verða æ eftirsóttari auðlind á komandi árum og áratugum,“ sagði Katrín. Sátt um stjórnarskrá mikilvæg Hún nefndi einnig að fyrir fjórum árum hefði hún lagt til áætlun um það hvernig hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá á tveimur kjörtímabilum. Katrín sagði að sú vinna myndi halda áfram og síðar á kjörtímabilinu muni hún ræða við formenn flokka um það hvort raunverulegur vilji væri til þess að eiga áframhaldandi samráð um tillögur til breytinga. „Mín afstaða er áfram sú að afar mikilvægt sé að Alþingi geri breytingu á stjórnarskránni þannig að ný ákvæði, ekki síst um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd öðlist gildi.“ Katrín sagði þó eðlilegt að það taki tíma að breyta stjórnarskránni. Þó hún hefði viljað að vinnan kæmist lengra á síðasta kjörtímabili skipti mestu máli að vanda að verki og ná niðurstöðu sem sátt ríki um. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld þar sem hún fór yfir helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Katrín sagði Íslendinga búa að því að hafa getað nýtt styrk ríkisfjármálanna til að styðja við efnahaginn og afkomu heimila og fyrirtækja í faraldrinum. Það hefði skilað sér í kröftugri viðspyrnu hagkerfisins. „Atvinnuástandið hefur batnað hratt og horfur til framtíðar eru bjartari en áður. Þótt óvissan um framvindu faraldursins sé áfram talsverð höfum við lært æ betur að umgangast þetta ástand, þökk sé samstöðu þjóðarinnar og skilningi á því markmiði stjórnvalda að takmarka skaðann.“ Nú þyrfti að byggja upp hagkerfið og styrk ríkisfjármálanna að nýju með stuðningi við atvinnulífið, aukinni fjárfestingu í grænum verkefnum, rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Áhersla á samráð á vinnumarkaði Katrín sagði að áhersla yrði lögð á samráð við aðila vinnumarkaðarins með því markmiði að bæta lífskjör á landinu. „Við þurfum að vinna saman gegn því að samningar séu iðulega lausir mánuðum saman og ekki sé sest að samningaborðinu fyrr en samningar losna og bæta þannig vinnubrögð á vinnumarkaði.“ Forsætisráðherrann nefndi einni húsnæðismálin og sagði að þau yrðu samþætt við skipulags- og samgöngumál. Það yrði sífellt mikilvægara og ekki síst í ljósi loftslagsmála. Áfram verði rík áhersla lögð á að treysta húsnæðisöryggi með uppbyggingu og aðgerðum fyrir tekjulægri hópa, fatlaða og eldra fólki. Hún sagði að lengri lífaldur og fjölgun eldra fólks á næstu áratugum kalli á nýjar leiðir til að tryggja sem best lífsgæði. Ná þurfi betri sátt um lífeyriskerfið og gera fólki mögulegt að vera lengur virkt í leik og starfi. Endurskoða málefni örorkulífeyrisþega Einnig yrðu málefni örorkulífeyrisþega tekin til endurskoðunar með því markmiðið að bæta lífskjör þeirra. Katrín sagði að sérstaklega yrði horft til þess að bæta afkomu þeirra sem lakast stæðu og auka möguleika þeirra til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. „Ég legg á það þunga áherslu að við náum árangri í að rétta af stöðu örorkulífeyrisþega. Ríkisstjórnin mun jafnframt setja á fót nýja Mannréttindastofnun og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Katrín. Í stefnuræðunni talaði hún einnig um heilbrigðiskerfið og sagði að áhersla yrði lögð á að draga úr kostnaði sjúklinga og styrkja Landspítalann. Katrín sagði það sama um heilbrigðisstofnanir um landið og að geðheilbrigðisþjónusta yrði efld. Þá þakkaði hún þeim sem hafa staðið í framlínu baráttunnar við Covid-19. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Katrín sagði óumdeilanlegt að loftslagsváin væri stærsta áskorun samtímans. Ísland ætti að vera fremst meðal jafningja í loftslagsmálum og standa fast við skuldbindingar landsins gagnvart Parísarsamningum og gott betur. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar eiga að taka mið af því að Ísland verði lágkolefnishagkerfi sem nái kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2040. Í ræðunni sagði Katrín einnig að baráttan gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi yrði forgangsmál. Forvarnaáætlun yrði fylgt eftir af krafti og frumvarp til að bæta réttarstöðu brotaþola lagt aftur fyrir þingið. Einnig yrði unnið að sérstakri aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Áfram yrði haldið vinnu við endurskoðun laga um eignarrétt á landi og fasteignum. „Mikilvægi þess að stjórnvöld hafi stjórntæki þegar um er að ræða ráðstöfun á landi rennur upp fyrir æ fleirum enda ljóst að land mun verða æ eftirsóttari auðlind á komandi árum og áratugum,“ sagði Katrín. Sátt um stjórnarskrá mikilvæg Hún nefndi einnig að fyrir fjórum árum hefði hún lagt til áætlun um það hvernig hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá á tveimur kjörtímabilum. Katrín sagði að sú vinna myndi halda áfram og síðar á kjörtímabilinu muni hún ræða við formenn flokka um það hvort raunverulegur vilji væri til þess að eiga áframhaldandi samráð um tillögur til breytinga. „Mín afstaða er áfram sú að afar mikilvægt sé að Alþingi geri breytingu á stjórnarskránni þannig að ný ákvæði, ekki síst um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd öðlist gildi.“ Katrín sagði þó eðlilegt að það taki tíma að breyta stjórnarskránni. Þó hún hefði viljað að vinnan kæmist lengra á síðasta kjörtímabili skipti mestu máli að vanda að verki og ná niðurstöðu sem sátt ríki um.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira