Körfubolti

Ólafur Jónas: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum

Andri Már Eggertsson skrifar
Ólafur Jónas var ánægður með sigur kvöldsins
Ólafur Jónas var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Bára Dröfn

Valur valtaði yfir Breiðablik í fjórða leikhluta og endaði á að vinna leikinn með 26 stigum 72-98. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með þriðja sigur Vals í röð.

„Úrslitin gefa ekki rétta mynd á hvernig leikurinn spilaðist. Sigurinn er það sem skiptir máli og þetta voru mikilvæg tvö stig,“ sagði Ólafur Jónas kátur með sigur í Smáranum.

 Ólafur var ánægður með vörn Vals í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið á sig 26 stig í þriðja leikhluta. 

„Ég var ánægður með varnarleikinn í fjórða leikhluta. Breiðablik skoraði 26 stig í þriðja leikhluta og við ræddum um að taka til í okkar varnarleik sem gekk upp. Í síðasta fjórðungi  hættum við aldrei heldur keyrðum yfir þær.“

Valur hefur gert yfir 90 stig í síðustu þremur leikjum en Ólafi fannst það vera aukaatriði.

„Það breytir litlu að við höfum skorað yfir 90 stig í síðustu þremur leikjum. Ef varnarleikurinn er í lagi þá er ég sáttur. Ég hefði viljað halda Breiðabliki undir 70 stigum en maður fær ekki allt sem maður vill,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×