Enn að jafna sig af meiðslum eftir að hafa glímt við Fjallið | Vill hefnd gegn Ponzinibbio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:30 Gunnar Nelson hefur verið meiddur undanfarna mánuði. vísir/getty Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann ræddi við vefinn MMA Fighting nýverið um hvað á daga hans hefur drifið og af hverju hann hefur ekki verið í sviðsljósinu. Það kom margt áhugavert upp úr spjallinu. Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju. MMA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju.
MMA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni