Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 07:30 Memphis Grizzlies leikmaðurinn Tyus Jones horfir upp á stigatöfluna í þessum ótrúlega leik í nótt. AP/Brandon Dill Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt. Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114 NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira