Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 15:15 Tom Brady er langelsti leikmaður NFL-deildarinnar en kannski sá besti líka. Hann er á góðri leið með að vinna annan titil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Maddie Meyer Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár. Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira
Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira