„Þetta var snarbilað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2021 10:00 Kristinn Óli Haraldsson var aðeins 17 ára þegar hann varð einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira