Menning

RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
RAX hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, öll eldgos á Íslandi í yfir 40 ár. 
RAX hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, öll eldgos á Íslandi í yfir 40 ár.  RAX

Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011.

Í stað hefðbundins RAX Augnabliks þáttar þennan sunnudaginn ætlum við að rifja upp frásagnir hans af gosinu í Grímsvötnum árið 2011 og Gjálpargosinu 1996. Frásagnirnar hafa allar birst í örþáttunum RAX Augnablik.

Í þættinum Undir gosmekkinum sagði Ragnar Axelsson ljósmyndari sögurnar á bak við ógleymanlegar myndir sínar frá eldgosinu í Grímsvötnum 2011.

RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum. Eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það eins og kom í ljós í þættinum Á eldingarveiðum.

Í þættinum Sprengigos í Gjálp talar ljósmyndarinn um Gjálpargosið var eldgos undir Vatnajökli. Gosið hófst að kvöldi 30. september 1996. Með RAX á vettvangi voru meðal annars Ómar Ragnarsson og Ari Trausti Guðmundsson.

RAX talar einnig um gosið í Gjálp í þættinum Yfir 100 metra jökulsprungum.

RAX hefur myndað stöðuna í Grímsvötnum síðustu daga og tók meðal annars einstakan myndaþátt sem sýnir stuttu dagana við Heklu og Grímsvötn þessa aðventuna. 

Hér fyrir neðan má nokkrar fréttir með hans myndum og myndböndum RAX frá Grímsvötnum síðustu daga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×