Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 21:00 Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira