Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:45 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti