Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 23:46 Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu, viðurkennir að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga séu ákærðir í málum sem þessum. Scott Olson/Getty Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira