Innlent

Skipar starfs­hóp til að rann­saka Hjalt­eyrar­málið

Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Jón Gunnarsson fer með dómsmál í innanríkisráðuneytinu.
Jón Gunnarsson fer með dómsmál í innanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi.

Þetta staðfestir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. 

Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um heimilið og rætt við fólk sem hefur sagt frá hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir á heimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. nóvember síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×