Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 12:06 Eftir að Diyawadanda var barinn til bana var lík hans brennt út á götu. AP/Shahid Akram Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan.
Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51
Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23