Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2021 07:01 Atlético Madríd eru sem stendir í neðsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Cristian Trujillo/Getty Images Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira