Steph Curry nálgast metið yfir flesta þrista eftir stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 07:36 Steph Curry vantar aðein 16 þrista í viðbót til að jafna met Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. Stephen Lam/The San Francisco Chronicle via Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en alls fóru fram tíu leikir. Steph Curry og félagar hans í Golden State Warriors unnu stórsigur gegn Orlando Magic, 126-95, þar sem Curry gerði sér lítið fyrir og setti niður sjö þrista fyrir Warriors. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhlutanum tóku leikmenn Warriors öll völd og fóru inn í hálfleikinn með 21 stigs forskot, 65-44. Warrior tóku því svo nokkuð rólega í þriðja leikhlutanum, en keyrðu yfir andstæðinga sína á ný í þeim fjórða og unnu að lokum öruggan 31 stigs sigur, 126-95. Steph Curry var stigahæsti maður vallarins með 31 stig, þar af setti hann niður sjö þrista. Curry hefur nú sett 2.957 þrist á ferlinum og er hann nú aðeins 16 þristum á eftir meti Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. 16 away from history. pic.twitter.com/qFXbML3k8J— NBA (@NBA) December 7, 2021 Joel Embiid dró vagninn fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman sigur gegn Charlotte Hornets eftir framlengdan leik, 127-124. Embiid setti niður 43 stig fyrir 76ers, en hann tók einnig 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Hornets var það Kelly Oubre Jr. sem var atkvæðamestur með 35 stig. 🔔 @JoelEmbiid joins Giannis Antetokounmpo and Charles Barkley as the only players in the last 40 years with 40+ points, 15+ rebounds and 5+ assists at least 75% shooting!43 PTS15 REB7 AST15-20 FGM@sixers W pic.twitter.com/TdvnQTfEtN— NBA (@NBA) December 7, 2021 Þá vann Memphis Grizzlies sinn fimmta leik í röð er liðið vann 15 stiga sigur gegn Miami Heat. Memphis tók forystuna strax frá upphafi og lét hana aldrei af hendi, en þeir Dillon Brooks og Desmond Bane voru atkvæðamestir í sóknarleik liðsins með 21 stig hvor. Þá átti Steven Adams einnig góðan leik fyrir Memphis, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Steven Adams' big-time double-double lifts the @memgrizz to their 5th consecutive victory!Desmond Bane: 21 PTS, 8 REB, 2 STLDillon Brooks: 21 PTS, 8 ASTTyus Jones: 14 PTS, 7 AST pic.twitter.com/PIU7BrgzUa— NBA (@NBA) December 7, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhlutanum tóku leikmenn Warriors öll völd og fóru inn í hálfleikinn með 21 stigs forskot, 65-44. Warrior tóku því svo nokkuð rólega í þriðja leikhlutanum, en keyrðu yfir andstæðinga sína á ný í þeim fjórða og unnu að lokum öruggan 31 stigs sigur, 126-95. Steph Curry var stigahæsti maður vallarins með 31 stig, þar af setti hann niður sjö þrista. Curry hefur nú sett 2.957 þrist á ferlinum og er hann nú aðeins 16 þristum á eftir meti Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. 16 away from history. pic.twitter.com/qFXbML3k8J— NBA (@NBA) December 7, 2021 Joel Embiid dró vagninn fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman sigur gegn Charlotte Hornets eftir framlengdan leik, 127-124. Embiid setti niður 43 stig fyrir 76ers, en hann tók einnig 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Hornets var það Kelly Oubre Jr. sem var atkvæðamestur með 35 stig. 🔔 @JoelEmbiid joins Giannis Antetokounmpo and Charles Barkley as the only players in the last 40 years with 40+ points, 15+ rebounds and 5+ assists at least 75% shooting!43 PTS15 REB7 AST15-20 FGM@sixers W pic.twitter.com/TdvnQTfEtN— NBA (@NBA) December 7, 2021 Þá vann Memphis Grizzlies sinn fimmta leik í röð er liðið vann 15 stiga sigur gegn Miami Heat. Memphis tók forystuna strax frá upphafi og lét hana aldrei af hendi, en þeir Dillon Brooks og Desmond Bane voru atkvæðamestir í sóknarleik liðsins með 21 stig hvor. Þá átti Steven Adams einnig góðan leik fyrir Memphis, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Steven Adams' big-time double-double lifts the @memgrizz to their 5th consecutive victory!Desmond Bane: 21 PTS, 8 REB, 2 STLDillon Brooks: 21 PTS, 8 ASTTyus Jones: 14 PTS, 7 AST pic.twitter.com/PIU7BrgzUa— NBA (@NBA) December 7, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira