Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 21:41 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. Egill Aðalsteinsson Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14