Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 09:54 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. Aðsend Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51