Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2021 15:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir unnið að því að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar. Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira