Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 15:00 Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins. Vísir/Vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira