„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 12:44 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu.
Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira