Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 15:31 Spilamennska Russells Westbrook hefur líkt og hjá Lakers-liðinu í heild verið upp og niður það sem af er leiktíð. Justin Ford/Getty Images Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira