Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 16:57 Sigurvegari sænska Idolsins í ár, Birkir Blær Óðinsson. Idol Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann. Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44
„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50