Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 23:21 Puseletso Lesofi vinnur að því að raðgreina ómíkron-sýni í Ndlovu rannsóknarmiðstöðinni í bænum Elandsdoorn í Suður-Afríku. AP/Jerome Delay Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38