Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 19:46 Elín Ásvaldsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá 1993 og segist því miður vön hvirfilbyljunum. Hún slapp við hættu að þessu sinni, en veðrin verða sífellt verri. Stöð 2 Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín. Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent