Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 23:31 Körfboltadómarinn Kristinn Óskarsson fór yfir mismunandi flokka af óíþróttamannslegum villum með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum. Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur Körfuboltakvöld Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur
Körfuboltakvöld Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum