Elísa Gróa Steinþórsdóttir var fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Elísa Gróa ljómaði á sviðinu í undankeppninni og á lokakeppninni nótt en komst því miður ekki í topp 16 hópinn. 80 lönd tóku þátt í Miss Universe í ár.
Sjónvarpsútsendingin frá keppninni endaði á Elísu Gróu að faðma nýkrýnda Miss Universe og óska henni til hamingju. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá krýningunni.
Ég mun aldrei gleyma þessu augnabliki, skrifaði Elísa Gróa á Instagram. Eins og komið hefur fram hefur hún átt þennan draum lengi og keppt í fegurðarsamkeppnum í síðustu sex ár.
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri og einn eiganda keppninnar hér á landi var í salnum í gær ásamt Eiði Birgissyni kærasta sínum. Þau náðu þó ekki að hitta Elísu Gróu fyrir keppnina en Manuela fór beint á hótelið til hennar þegar henni lauk.
„Ég get ekki beðið eftir að knúsa hana og segja henni hvað ég er stolt af henni, það geislaði af henni,“ sagði Manúela á Instagram eftir keppnina í nótt. Hún sagði einnig að Elísa Gróa hafi notið hverrar mínútu upp á sviði.
Hér fyrir neðan má sjá síðkjólaatriði undankeppninnar, en 80 lönd tóku þátt í ár. Elísa Gróa kemur fram á mínútu 25 í myndbandinu.
Eldgos spilaði stórt hlutverk í þjóðbúningi Elísu Gróu í undankeppninni. Hennar kjól má sjá á mínútu 48 í myndbandinu hér fyrir neðan.
Lokakvöldið var svo þrír tímar og má horfa á keppnina í heild sinni á Youtube þar sem keppninni var streymt í nótt.
Miss Universe 2021 er 21 árs fyrirsæta og leikkona. Steve Harvey kynnir keppninnar var gagnrýndur harðlega fyrir að biðja hana að leika dýrahljóð á sviðinu á einum tímapunkti í keppninni gær. Í öðrum svörum sínum talaði fegurðardrottningin meðal annars um umhverfismál.