Lewis Hamilton sleginn til riddara á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 12:01 Lewis Hamilton var svo nálægt því að vinna sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð og þann áttunda á ferlinum. Getty/Bryn Lennon Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir breska ökukappann Lewis Hamilton en þetta ætti að vera aftur á móti góður miðvikudagur fyrir hann. Hamilton verður nefnilega sleginn til riddara í Windsor kastalanum á morgun. Hann verður þá fjórði formúlukappinn til að fá slíka heiður í Bretlandi en hinir eru Sir Jackie Stewart, Sir Stirling Moss og Sir Jack Brabham. Lewis Hamilton will be knighted this Wednesday at Windsor Castle for his services to motorsports pic.twitter.com/8G4IQYC0Vk— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2021 Hamilton hefði slegið tvö met Michael Schumacher hefði hann náð að halda forystunni í lokakappakstrinum í Abú Dabí um helgina en missti Max Verstappen fram úr sér í lokahringum á umdeildan hátt. Með því náði Verstappen að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn. Þetta hefði annars orðið áttundi heimsmeistaratitilinn og sá sjötti í röð hjá Hamilton. Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á sínum tíma þar af fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Það hefði verið risastórt og sögulegt fyrir Lewis Hamilton að vinna um helgina og svekkelsið var skiljanlega mikið. Hann fékk hins vegar mikið hrós frá öllum fyrir framkomu sína í viðtölum þar sem hann sýndi stillingu og kurteisi og talaði vel um nýja heimsmeistarann. Lewis Hamilton hafði áður fengið MBE orðuna en hana fékk hann eftir fyrsta heimsmeistaratitil sinn árið 2009. Síðan hefur hann bætt við sex heimsmeistaratitlum. Eftir miðvikudaginn verður hann orðinn Sir Lewis Hamilton. Thinking about how well Lewis Hamilton dealt with everything yesterday. Drove superbly. Composed in his interviews. Gracious in defeat. Celebrated with Max on the podium.Showed why he's a true champion pic.twitter.com/RmcRs1kgJd— ESPN F1 (@ESPNF1) December 13, 2021 Formúla Bretland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton verður nefnilega sleginn til riddara í Windsor kastalanum á morgun. Hann verður þá fjórði formúlukappinn til að fá slíka heiður í Bretlandi en hinir eru Sir Jackie Stewart, Sir Stirling Moss og Sir Jack Brabham. Lewis Hamilton will be knighted this Wednesday at Windsor Castle for his services to motorsports pic.twitter.com/8G4IQYC0Vk— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2021 Hamilton hefði slegið tvö met Michael Schumacher hefði hann náð að halda forystunni í lokakappakstrinum í Abú Dabí um helgina en missti Max Verstappen fram úr sér í lokahringum á umdeildan hátt. Með því náði Verstappen að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn. Þetta hefði annars orðið áttundi heimsmeistaratitilinn og sá sjötti í röð hjá Hamilton. Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á sínum tíma þar af fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Það hefði verið risastórt og sögulegt fyrir Lewis Hamilton að vinna um helgina og svekkelsið var skiljanlega mikið. Hann fékk hins vegar mikið hrós frá öllum fyrir framkomu sína í viðtölum þar sem hann sýndi stillingu og kurteisi og talaði vel um nýja heimsmeistarann. Lewis Hamilton hafði áður fengið MBE orðuna en hana fékk hann eftir fyrsta heimsmeistaratitil sinn árið 2009. Síðan hefur hann bætt við sex heimsmeistaratitlum. Eftir miðvikudaginn verður hann orðinn Sir Lewis Hamilton. Thinking about how well Lewis Hamilton dealt with everything yesterday. Drove superbly. Composed in his interviews. Gracious in defeat. Celebrated with Max on the podium.Showed why he's a true champion pic.twitter.com/RmcRs1kgJd— ESPN F1 (@ESPNF1) December 13, 2021
Formúla Bretland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira