Losað um spennitreyjuna Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir skrifa 15. desember 2021 13:00 Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Sjá meira
Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun