Losað um spennitreyjuna Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir skrifa 15. desember 2021 13:00 Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar