Konur á Gaza kalla eftir neyðaraðstoð og stuðningi Heimsljós 16. desember 2021 10:23 UN Women Íbúar á Gaza glíma enn við afleiðingar átakanna í maí á þessu ári. Gríðarleg þörf er á fjármagni til verkefna UN Women í Palestínu, segir á vef landsnefndar samtakanna á Íslandi. Þar kemur fram að íbúar á Gaza glími enn við afleiðingar átakanna í maí á þessu ári. Þá létust 253 Palestínumenn í átökum, þar af 38 konur og 66 börn. Tvö þúsund til viðbótar særðust, helmingur þeirra konur og börn. Áætlað er að um 10 prósent þeirra hafi hlotið varanlega örorku af sárum sínum. „UN Women í Palestínu styður við konur á Gaza með ýmsum hætti, en verkefnin eru mörg og stór og fjármagn skortir. Innviðir á svæðinu eru ónýtir, um 800 íbúðarhús urðu óíbúðarhæf eftir átökin og meira en þúsund heimili og verslanahúsnæði til viðbótar skemmdust töluvert. Vatnsból, rafstöðvar og vegir skemmdust og skólar og sjúkrahús glíma við rafmagnsleysi,“ segir í fréttinni. Þótt karlar séu líklegri til að láta lífið í átökum á svæðinu hafa þær gríðarlegar afleiðingar fyrir konur, að sögn UN Women. Palestínskar ekkjur eru á meðal þeirra berskjölduðustu á svæðinu. Þær búa við tekjuleysi, hafa oft misst heimili sín og eru réttindalausar samkvæmt lögum þegar kemur að forræði yfir börnum sínum og eignum. Þrengsli auka líkur á ofbeldi Eftir átökin glíma um 90 prósent heimila á Gaza við algjöran vatnsskort og konur eiga erfitt með að baða sig í sameiginlegum rýmum vegna hefða. Ekkjur neyðast oft til að flytjast inn á ættingja eða vini vegna stöðu sinnar. Þrengsli og tekjuleysi kvennanna veldur núningi við gistifjölskyldur og eykur líkur á kynbundnu ofbeldi. Meiri hluti kvenna á Gaza býr við atvinnuleysi og fátækt. Konur á Gaza hafa sjálfar kallað eftir matargjöfum og vatni, fjárstyrk, sæmdarsettum, sálrænni aðstoð og aðgangi að mæðravernd fyrir óléttar konur. UN Women hlustar á raddir kvenna og hefur unnið hörðum höndum að því að: Veita fjárstuðning til einstæðra kvenna svo þær geti keypt nauðsynjar og borgað leigu Veita konum á vergangi farsíma svo þær geti nálgast upplýsingar og sálræna aðstoð sérfræðinga í gengum símatíma Styðja atvinnutækifæri kvenna með sérmenntun, t.d. verkfræðinga, hönnuða og hagfræðinga, í verkefnum sem miða að uppbyggingu svæðisins Þjálfa hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Þá leggur UN Women allt kapp á að palestínskar konur og stúlkur eigi sæti við samningsborðið þegar kemur að friðarviðræðum, uppbyggingu og neyðaraðstoð til að tryggja að þörfum þeirra sé einnig mætt. Hægt er að leggja þessu málefni lið með því að kaupa táknræna jólagjöf UN Women á Íslandi sem er sálræn aðstoð til palestínskrar konu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Palestína Þróunarsamvinna Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Gríðarleg þörf er á fjármagni til verkefna UN Women í Palestínu, segir á vef landsnefndar samtakanna á Íslandi. Þar kemur fram að íbúar á Gaza glími enn við afleiðingar átakanna í maí á þessu ári. Þá létust 253 Palestínumenn í átökum, þar af 38 konur og 66 börn. Tvö þúsund til viðbótar særðust, helmingur þeirra konur og börn. Áætlað er að um 10 prósent þeirra hafi hlotið varanlega örorku af sárum sínum. „UN Women í Palestínu styður við konur á Gaza með ýmsum hætti, en verkefnin eru mörg og stór og fjármagn skortir. Innviðir á svæðinu eru ónýtir, um 800 íbúðarhús urðu óíbúðarhæf eftir átökin og meira en þúsund heimili og verslanahúsnæði til viðbótar skemmdust töluvert. Vatnsból, rafstöðvar og vegir skemmdust og skólar og sjúkrahús glíma við rafmagnsleysi,“ segir í fréttinni. Þótt karlar séu líklegri til að láta lífið í átökum á svæðinu hafa þær gríðarlegar afleiðingar fyrir konur, að sögn UN Women. Palestínskar ekkjur eru á meðal þeirra berskjölduðustu á svæðinu. Þær búa við tekjuleysi, hafa oft misst heimili sín og eru réttindalausar samkvæmt lögum þegar kemur að forræði yfir börnum sínum og eignum. Þrengsli auka líkur á ofbeldi Eftir átökin glíma um 90 prósent heimila á Gaza við algjöran vatnsskort og konur eiga erfitt með að baða sig í sameiginlegum rýmum vegna hefða. Ekkjur neyðast oft til að flytjast inn á ættingja eða vini vegna stöðu sinnar. Þrengsli og tekjuleysi kvennanna veldur núningi við gistifjölskyldur og eykur líkur á kynbundnu ofbeldi. Meiri hluti kvenna á Gaza býr við atvinnuleysi og fátækt. Konur á Gaza hafa sjálfar kallað eftir matargjöfum og vatni, fjárstyrk, sæmdarsettum, sálrænni aðstoð og aðgangi að mæðravernd fyrir óléttar konur. UN Women hlustar á raddir kvenna og hefur unnið hörðum höndum að því að: Veita fjárstuðning til einstæðra kvenna svo þær geti keypt nauðsynjar og borgað leigu Veita konum á vergangi farsíma svo þær geti nálgast upplýsingar og sálræna aðstoð sérfræðinga í gengum símatíma Styðja atvinnutækifæri kvenna með sérmenntun, t.d. verkfræðinga, hönnuða og hagfræðinga, í verkefnum sem miða að uppbyggingu svæðisins Þjálfa hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Þá leggur UN Women allt kapp á að palestínskar konur og stúlkur eigi sæti við samningsborðið þegar kemur að friðarviðræðum, uppbyggingu og neyðaraðstoð til að tryggja að þörfum þeirra sé einnig mætt. Hægt er að leggja þessu málefni lið með því að kaupa táknræna jólagjöf UN Women á Íslandi sem er sálræn aðstoð til palestínskrar konu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Palestína Þróunarsamvinna Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent