Innlent

Hafði komið sér fyrir í varð­skipinu án leyfis

Atli Ísleifsson skrifar
Varðskipið Þór. Myndin er úr safni.
Varðskipið Þór. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði komið sér fyrir í varðskipinu Þór sem lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Lögregla var einnig kölluð út vegna ölvaðs manns sem var til vandræða í verslun í Hafnarfirði, en honum hafði verið vísað á brott án árangurs. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Ennfremur segir að tveir hafi verið handteknir vegna líkamsárásar í Kópavogi og þá var lögregla einnig kölluð út í tengslum við eld sem kom upp í Mosfellsbæ.

Alls voru 55 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli 17 síðdegis í gær og fimm í morgun. Fjórir gistu fangaklefa nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×